Sveitarstjórnarfundur 3. september 2008

Miðvikudaginn 3. september 2008 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Guðbrandur Sverrisson

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 6 liðum.


Dagskrá:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. ágúst s.l
2.Fundargerðir nefnda
3.Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum.
4. Bréf frá Menntamálaráðuneyti dags 22.ág. 2008
5. Bréf frá Siglingastofnun dags. 22. ágúst 2008
6. Fundargerð sambands ísl sveitarfélaga frá 22. ágúst 2008


1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 20. ágúst s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð Jarðvarmanefndar frá 27. ágúst s.l
Fundargerðin er í 3 liðum. Í fyrsta lið leggur nefndin til við Kaldrananeshrepp að oddvita verði falið að skrifa undir samning við Orkusjóð vegna jarðhitaleitar á jörðinni Klúku en verkefnið hlaut 4 milljóna króna styrk frá Orkusjóði til þessa verkefnis og skal sveitarfélagið leggja á móti honum 25% Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að skrifa undir samninginn.
Í öðrum lið fundargerðarinnar leggur nefndin til að Hitaveitu Drangsness verði falin framkvæmd og rekstur hitaveitu á Klúku
Sveitarstjórn samþykkir annan lið fundargerðarinnar.
Í þriðja lið fundargerðarinnar er formanni nefndarinnar falið að hafa samband við Hauk Jóhannesson um staðsetningu borholunnar og að athuga með veglagningu að borholustaðnum.
Sveitarstjórn hefur einnig fengið greinargerð frá Hauk Jóhannessyni varðandi borun við Klúku í Bjarnarfirði.
Að öðru leiti er fundargerðin samþykkt athugasemdarlaust.

3. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum.
Evrópusáttmálinn lagður fram til kynningar.

4. Bréf frá Menntamálaráðuneyti dags. 22 .ág. s.l
Menntmálaráðuneytið samþykkir ráðningu Valgeirs J Guðmundssonar í stöðu skólastjóra grunnskólans á Drangsnesi þrátt fyrir að hann hafi ekki kennsluréttindi.

5. Bréf frá Siglingastofnun dags. 22.ágúst 2008
Bréf Siglingarstofnunar, sem er afrit af tilkynningu stofnunarinnar til Birgis Guðjónssonar fh Selsvarar í Bakkagerði, um styrk til lendingarbóta að upphæð kr. ein milljón. Lagt fram til kynningar.
6. Fundargerð Sambands ísl sveitarfélaga frá 22. ágúst 2008
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20.50