Sveitarstjórnarfundur 20. ágúst 2008

Miðvikudaginn 20. ágúst 2008 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Guðbrandur Sverrisson

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 21.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 10 liðum.


Dagskrá:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 21. júlí s.l
2.Fundargerðir nefnda
3.Styrkur vegna jarðhitaleitarátaks 2008
4.Dagskrá 53. Fjórðungsþings Vestfirðinga 5-6 sept n.k
5.Fundargerð FV frá 24. júlí s.l
6. Starfsendurhæfing Vestfjarða
7. Fundargerð Markaðsstofu Vestfjarða
8. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
9. Ráðgjafanefnd um sauðfjárveikivarnir
10. Allherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka bréf frá Sólstöfum Vestfjarða dags 19. ágúst á dagskrá sem 11. lið. Afbrigði samþykkt samhljóða.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 21. júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 13. ágúst s.l. Fundargerðin er í 5 liðum .Rætt var um deiliskiðulag sem er talað um í lið 4. og 5.Sveitarstjórn tekur undir með skipulags og byggingarnefnd, um að hraða þurfi gerð deiliskipulags.
Fundargerðir Skólanefndar frá 23.júlí og 19. ágúst s.l
Fundargerðirnar samþykktar athugasemdarlaust

3. Styrkur vegna jarðhitaleitarátaks 2008.
Arnlín Óladóttir formaður jarðvarmanefndar Kaldrananeshrepps sótti um styrk vegna sérstaks jarðhitaleitarátaks 2008-2010 vegna aflasamdráttar. Á fundi sínum þann 6. júní s.l samþykkti Orkuráð ofangreinda styrkumsókn. Styrkupphæðin nemur allt að kr. 4.000.000.- til jarðhitaleitar með borun grunnrar vinnsluholu á Klúku í Bjarnarfirði. Lagt fram til kynningar en frekari vinnsla á málinu á eftir að fara fram í nefndinni áður en sveitarstjórn tekur það til umfjöllunar.

4. Dagskrá 53. Fjórðungsþings Vestfirðinga 5-6 sept n.k
Dagskrá 53. Fjórðungsþings Vestfirðinga 5-6 sept n.k sem haldið verður á Reykhólum lögð fram til kynningar. Kjörbréf sveitarstjórnarmanna hafa verið send Fjórungssambandinu vegna þingsins. Tilkynna skal fjölda þingfulltrúa sveitarfélagsins fyrir 29. ágúst n.k

5. Fundargerð FV frá 24. júlí s.l
Fundargerð Fjórungssambands Vestfirðinga frá 24.júlí s.l lögð fram til kynningar.

6. Starfsendurhæfing Vestfjarða.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps býðst að gerast stofnaðili að Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Markmiðið með stofnun Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum er að aðstoða þá fjölmörgu einstaklinga sem ekki eru þátttakendur á vinnumarkaði af ýmsum orsökum til að hefja störf að nýju með því að fara í starfstengda endurhæfingu í heimabyggð. Stofnunin verði sjálfseignarstofnun og að hver stofnaðili leggi fram 100.000.- krónur sem stofnfé.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að vera stofnaðili að starfsendurhæfingu vestfjarða.

7. Fundargerð Markaðsstofu Vestfjarða.
Aðalfundargerð Markaðsstofu Vestfjarða frá 22.júní 2008 ásamt ársreikningi 2007 lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Aðalfundargerð Atvinnuþróunarfélags vestfjarða frá 27. maí 2008 ásamt ársreikiningi 2007 lagt fram til kynningar.

9. Ráðgjafanefnd um sauðfjárveikivarnir.
Sveitarstjórn Strandabyggðar vill með bréfi dagsettu 13. ágúst 2008 kanna vilja hinna sveitarfélaganna í Strandasýslu til að stofna sameiginlega ráðgjafanefnd um sauðfjárveikivarnir þar sem sveitarfélögin Kaldrananeshreppur og Árneshreppur ættu einn fulltrúa hvor. Reykhólahreppur tvo fulltrúa og Strandabyggð ætti þrjá fulltrúa.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tilnefnir Guðbrand Sverrisson í nefndina, en telur jafnframt eðlilegt að Bæjarhreppur eigi fulltrúa í nefndinni.

10. Allherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009.
Allherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga er haldið þriðja hvert ár og verður næsta þing í Málmey 22-24. apríl 2009. Lagt fram til kynningar,

11. Bréf frá Sólstöfum Vestfjarða.
Sólstafir Vestfjarða sem eru systursamtök Stígamóta óska eftir samstarfi og styrk til að halda námskeið fyrir það starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur með börnum til að kenna þeim að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi á börnum. Sveitarstjórn samþykkir að borga 3.000,- kr fyrir hvern starfsmann sem sækir námskeiðið.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.13