Sveitarstjórnarfundur 21. júlí 2008

Mánudaginn 21. júlí 2008 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 20. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Guðbrandur Sverrisson

Oddviti, Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
og stýrði honum samkvæmt áður boðaðri dagskrá í 6 liðum.

Dagskrá:

1. Fundragerð sveitarstjórnar Kaldrananeshepps frá 2 júlí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2007 – síðari umræða
4. Svæðisskipulag Vestfjarða – fulltrúakjör
5. Heilbrigðiseftirlit – vatnssýni
6. Oddvitakjör

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

1. Fundragerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 2. júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir nefnda
Fundargerð Skipulags – og byggingarnefndar frá 10.júlí 2008
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
Fundargerð Skipulags – og byggignarnefndar frá 21. júlí 2008
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
3. Ársreikningur 2007 – síðari umræða
Ársreikningar 2007 lagður fram til síðari umræðu. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs sýnir 16,5 milljónir í hagnað en samantekið A og B hluti sýnir 8,5 milljóna jákvæða rekstrarniðurstöðu. Eignasjóður er neikvæður með 3,4 milljóna halla. Hafnarsjóður er neikvæður með 4,5 milljón króna halla. Vatnsveita sýnir rúmlega 300 þúsund króna halla. Rekstur Hitaveitu Drangsness er jákvæður og sýnir tæplega 300 þúsund króna hagnað.
Ársreikningurinn borinn upp og samþykktir.
4. Svæðisskipulag Vestfjarða –fulltrúakjör
Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða um að kjósa viðbótarfulltrúa í svæðisskipulags nefnd vestfjarða. Samþykkt að kjósa Finn Ólafsson í nefndina.Einnig er samþykkt að hafa skipulags og byggingarnefndina sem undirnefnd.
5. Heilbrigðiseftirlit vestfjarða – vatnssýni
Niðurstöður úr vatnssýni frá Drangsnesvatnsveitu lagt fram til kynningar Vatnið er í góðu lagi.
6. Oddvitakjör.
Tillaga kom um að Jenný Jensdóttir verði áfram oddviti og Guðbrandur Sverrisson verði áfram varaoddviti. Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl.22.00