Sveitarstjórnarfundur 26. júlí 2006

Miðvikudaginn 26. júlí 2006 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 2. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.


Fundinn sátu sveitarstjórnarmennirnir Sunna Einarsdóttir, Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Haraldur Ingólfsson og Eva K Reynisdóttir í fjarveru Guðbrandar Sverrissonar.


Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20..

Fundargerð ritaði Sunna Einarsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júní s.l
2. Fundargerð skólanefndar frá 11. júlí og 25. júlí s.l
3. Athugasemdir vinnueftirlits
4. Brunahanar –Tilboð
5. Mótmæli vegna frestunar vegaframkvæmda
6. Tilboð um birtingu fundargerða
7. Efni til kynningar:
Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
2. Fundargerðir skólanefndar frá 11. júlí og 25. júlí s.l.
Fundargerð frá 11 júlí afgreidd athugasemdarlauns.
Í fundargerðinni frá 25. júli kemur fram að einn umsækjandi er um skólastjórastöðuna sem auglýst var laus til umsóknar, skólanefnd leggur til að umsækjanidnnn Guðmundur Sverrisson kt 31.12.55-2935, verði ráðin í stöðuna.
Sveitarstjórn fór yfir umsóknina og ferilskrá Guðmundar, og velti málinu fyrir sér.
Sveitarstjórn samþykkti að ráða Guðmund Sverrisson sem skólastjóra Grunnskólans á Drangsnesi. frá og með 1. ágúst. n.k.
3. Athugasemdir vinnueftirlits
Athugasemdir bárust frá vinnueftirlitinu um 12 atriði sem er ábótavant í Grunnskólanum. Sveitarstjórn samþykkir að lagfæra það sem um er rætt eftir bestu getu.
4. Brunahanar- tilboð
Tilboð barst frá vatnsvirkjanum um kaup á tveimur brunahönum upp á tæp 370.000,kr. Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboðinu.Vatnsveitustjóra Óskari Torfasyni falið að ganga frá málinu.
5. Mótmæli vegna frestunar vegaframkvæmda
Oddviti sendi mótmæli til þingmanna norðvesturkjördæmis og forsætisráðherra og mótmælti fyrirhuguðum frestunum á vegaframkvæmdum.
6. Tilboð um birtingu fundargerða.
Tilboð frá vefnum Strandir.is um birtingu fundargerða og fleiri upplýsinga á netinu. Tilboðið hljóðar upp á kr 80.000,- á ári. Sveitarsjórna samþykkir að hafna tilboðinu að svo stöddu, en samþykkir að styrkja fréttavefinn strandir.is um kr 50.000,- þar sen hún telur hann mikið og menningarlegt framtak.
7. Efni til kynningar..
a.Fjórðungsþing
b.Boðun 20. landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
C.Endurskoðuð lög um atvinnuleysisbætur.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 21.45.