Sveitarstjórnarfundur 19. júní 2006

Mánudaginn 19. júní árið 2006 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 44. og síðasta fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson. Einnig var mættur Haraldur Ingólfsson varamaður í sveitarstjórn vegan fjarveru aðalmanns.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 26. maí s.l
2.Ársreikningur v 2005 –síðari umræða

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá heimsókn og kynningu Daða Björnssonar vegna landamerkja jarða í Kaldraneshreppi. Afbrigði samþykkt samhljóða.

Var þá gengið til dagskrár

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. maí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Ársreikningar v 2005 – síðari umræða
Ársreikningar v 2005 undirritaðir af skoðunarmönnum Kaldrananeshrepps Sigurbjörgu Halldórsdóttur og Tryggvi Ólafssyni lagðir fram til síðari umræðu.
A hluti sveitarsjóðs skilar 14.451.366 króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu og samantekin niðurstaða fyrir A og B hluta sveitarsjóðs er 10.038.242 krónur.
Heildar rekstrartekjur eru alls fyrir A hluta 69.572.022 krónur en 79.099.824 krónur samantekið fyrir A og B hluta sveitarsjóðs.
Helstu niðurstöðutölur úr rekstri málaflokka og fyrirtækja sveitarfélagsins greinast þannig í stórum dráttum.
Félagsþjónusta 1.4 milljónir
Fræðslumál tæpar 29 milljónir
Menningarmál 1 milljón
Æskulýðs- og íþróttamál rúmlega 6,3 milljónir
Brunamál og almannavarnir 1 milljón
Umhverfismál 1 milljón
Stjórnunarkostnaður tæpar 5 milljónir
Hafnarsjóður tekjur rúmar 5 milljónir og gjöld tæplega 8.5 milljónir
Vatnsveita tekjur tæplega 1 milljón og gjöld rúmlega 1 milljón
Hitaveita tekjur rúmlega 4.4 milljónir og gjöld tæplega 4,6 milljónir
Vaxtatekjur alls tæplega 13 milljónir
Heildarskuldir sveitarfélagisins A og B hluti eru rúmar 27 milljónir

Ársreikningur v ársins 2005 borinn upp og samþykktur samhljóða.

3. Kynning – landamerki jarða
Nú var mættur á fundinn Daði Björnsson Og kynnti hann fyrir sveitarstjórn verkefni sem varðar landamerki jarða í Kaldrananeshreppi og kostnað við það ef út í það verkefni verður farið.
Oddviti þakkar Daða fyrir heimsóknina og verður þetta mál tekið upp síðar í sveitarstjórn.

Oddviti þakkar sveitarstjórnarmönnum fyrir ánægjulegt og að hennar mati árangursríkt samstarf í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps síðustu fjögur árin.


Fleira ekki fyrir tekið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.20