Sveitarstjórnarfundur 26. maí 2006

Föstudaginn 26. maí árið 2006 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 43. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir Margrét Bjarnadóttir og Guðbrandur Sverrisson.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 17.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 6.apríl s.l
2.Fundargerðir nefnda
3.Bréf frá Strandagaldri ses
4.Kjörskrá vegna kosninga 27. maí
5.Ársreikningur 2005 fyrri umræða
6. Efni til kynningar

Var þá gengið til dagskrár.

Fundargerð sveitarstjórnar frá 6. apríl s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

Fundargerðir nefnda.
Engar fundargerðir lágu fyrir fundi.

Bréf frá Strandagaldri ses.
Strandagaldur ses lýsir áhuga á að taka að sér rekstur Gvendarlaugar hins góða á komandi sumri með sömu formerkjum og Hrönn Magnúsardóttir hefur rekið laugina undanfarin sumur. Sveitarstjórn samþykkir að ganga að þessu tilboði.

Kjörskrá vegna kosninga 27. maí.
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða þann 27. maí n.k hefur legið frammi þann tíma sem lög kveða á um. Engar athugasemdir hafa borist til sveitarstjórnar. Oddvita falið að undirrita kjörskrána.

Ársreikningar 2005 –fyrri umræða
Ársreikningar vegna ársins 2005 afgreiddir til síðari umræðu.

Efni til kynningar.
upplýsingar til Jöfnunarsjóðs v álagningar fasteignaskatts 2006
Drög að ársreikningi 2005 fyrir Byggðasafnið að Reykjum
Fundargerð aðalfundar Atvest frá 17. maí s.l


Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 18.10