Sveitarstjórnarfundur 6. apríl 2006

Fimmtudaginn 6.apríl árið 2006 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 42. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir Margrét Bjarnadóttir og Guðbrandur Sverrisson.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 27. febrúar s.l
2.Fundargerðir nefnda
3. Fjárhagsáætlun 2006 síðari umræða
4. Þriggja ára áætlun
5. Bréf frá Vegagerðinni
6. Þjóðtrúastofa á Ströndum, kynning
7. Bréf frá Umhverfisstofnun
8. Efni til kynningar
a. Útsend bréf oddvita
b. 51. Fjórðungsþing Vestfirðinga
c. Landgræðsla ríkisins.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá sem 9. lið umsögn um þingsályktunartillögu um vegamál. Afbrigði frá boðaðri dagsskrá samþykkt.

Var þá gengið til dagskrár.

1. fundarargerð sveitarstjórnar frá 27. febrúar s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2 Fundargerðir nefnda.
A Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 22 mars 2006
Sveitarstjórn getur ekki samþykkt staðsetningu gáma sem geta valdið skertu
aðgengi að slökkvistöð. Sveitarstjórn fresrar afgreiðslu þessa máls og ákveðið
var að fela Guðbrandi Svrrissyni og Jóni Herði Elíassyni að reyna að fá
Hermann Ingimundarson til viðræðu um aðra staðsetningu á gámunum
einnig þarf sveitarstjórn upplýsingar um vatnsþörf til vinnslunnar þannig að
víst sé að hitaveitan geti sinnt þeirri þörf
b Fundargerð Hafnarnefndar frá 5.4.2006
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
C Fundargerð Skólanefndar frá 6.4.2006
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

3 Fjárhagsáætlun 2006 –síðari umræða
Helstu tölur eru Aðalsjóður :
Skatttekjur og jöfnunarsjóður kr. 43.533.000,
Helstu gjöld
Félagsþjónustan kr. - 1.398.000,-
Fræðslu og uppeldi kr - 24.042.000,-
Menningarmál kr. - 963.000,-
Æskulýðs og íþr kr. - 9.835.000,-
Brunamál og alma kr, - 1.297.000,-
Hreinlætismál kr - 753.000,-
Skipul og bygg kr. - 451.000,-
Umferðar og samg kr. - 540.000,-
Umhverfismál kr - 751.000,-
Atvinnumál kr - 331.000,-
Sameiginl kostn kr - 6.198.000,-

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

4. Þriggja ára áætlun
Þriggja ára áætlun samþykkt samhljóða.

5. Bréf frá Vegagerðinni
Svar barst frá vegagerðinn vegna bréfs sem oddviti ritaði vegna vegarins á
Selströnd..

6. Þjóðtrúastofa á Ströndum, kynning
Sveitarstjórn fagnar þessu nýja fyrirtæki, hvert nýtt atvinnutækifæri á svæðinu
kemur okkur öllum til góða.

7. Bréf frá Umhverfisstofnun
Bréf vegna eftirlita á skólavöllum og leiksvæðum.
Lagt fram til kynningar.

9 .Umsögn um þingsályktunartillögu um vegamál mál nr 310.
Óskað er eftir umsögn um tillagu til þingsályktunar um átak í uppbyggingu
héraðsvega.
Sveitarstjórn Kaldarnaneshrepps styður heilshugar framkomna tillögu til
þingsáætlunar um átak í uppbyggingu tengi og safnvega landsins.

8 Efni til kynningar
a. Útsend bréf oddvita
b. 51. Fjórðungsþing Vestfirðinga
c. Landgræðsla ríkisins.
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 23.05