Sveitarstjórnarfundur 27.febrúar 2006

Mánudaginn 27. febrúar árið 2006 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 41. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir Margrét Bjarnadóttir og vegna veikindaforfalla Guðbrandar Sverrissonar, Haraldur Ingólfsson varamaður.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 14. desember s.l
2.Fundargerðir nefnda
3. Kauptilboð í refahús Klúku
4. Gjaldskrá vegna sorphirðu, síðari umræða
5. Gjaldskrá Hitaveitu, síðari umræða
6. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara
7. Styrkbeiðni frá Lionsklúbbi Skagastrandar
8. Styrkbeiðni vegna Ferðaþjónustublaðið Vestfirðir 2006
9. Perlan Vestfirðir 2006
10.Sparkvöllur KSÍ
11.Veraldarvinir
12.Lántaka
13.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfj. frá 9.12.s.l
14.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfj frá 3. febrúar s.l
15.Fjárhagsáætlun 2006, fyrri umræða
16. Fulltrúi í stoðhóp vegna atvinnumála í Strandasýslu
17. Efni til kynningar

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 14. desember s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerðir Byggðakvótanefndar frá 21.des.2005 og 18. jan. 2006
b. Fundargerð skólanefndar frá 27.2.2006
Fundargerðir byggðakvótanefndar afgreiddar athugasemdarlaust.
Fundargerð skólanefndar rædd, Sveitarstjórn telur að skólastjóri grunnskólans eigi að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig finnst sveitarstjórn að huga þurfi tímanlega að kennararáðningum.

3. Kauptilboð í refahús Klúku
Borist hefur tilboð í refahúsið á Klúku til niðurrifs. Ólafur Halldórsson og Anna B Halldórsdóttir, Magnúsarskógum í Dalabyggð bjóða í húsið 500. 000.-
Oddviti kom með eftirfarandi tillögu” Sveitarastjórn samþykkir að taka tilboði í refahúa á Klúku að upphæð kr 500.000,-. Skal kaupandi ganga frá húsgrunni , slétta og jafna og fjarlægja allt lauslegr á brott.” Samþykkt samhjóða.

4. Gjaldskrá vegna sorphirðu, síðari umræða.
Helstu grunngjöld verði:
a. Íbúðarhús í þéttbýli kr 8.000,-
b. Lögbýli greiði kr. 8.000,-
c. Sumarhús greiði kr. 5.000,-
e Fyrirtæki, stofnanir, félög ofl greiði gjald er miðast við magn úrgangs, og er skipt í 9 flokka.
Samþykkt samhljóða.

5. Gjaldskrá Hitaveitu, síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu. “Gjaldskrá Hitaveitu Drangsness vatnsgjald og mælagjald hækki um 3% frá 1 jan 2006” Samþykkt samhljóða.

6. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara.
Félag eldri borgara í Strandasýslu sækjir um árlegan styrk, Sveitarstjórn samþykkir að veita eldri borgurum styrk að upphæð kr. 30.000,-

7. Styrkbeiðni frá Lionsklúbbi Skagastrandar
Laions klúbbur Skagastrandar sækir um styrk til að setja úpp hringsjá á Spákonuhöfað. Sveitarstjórn samþykkir að hafna styrkbeiðninni.

8. Styrkbeiðni vegna Ferðaþjónustublaðið Vestfirðir 2006
Farið er fram á að Kaldrananeshreppur leggi fram kr 25.000,- til útgáfu ferðaþjónustublaðsins Vestfirðið 2006. Samþykkt var að styrkja útgáfuna um kr 10.000,-

9. Perlan Vestfirðir 2006
Atvinnuþróunarfélag vestfjaðra er að undirbúða sýninguna Perlan Vestfirðir í Perlunni í Reykjavík. Sveitarstjórnin samþykkir að taka þátt í sýningnni Perlan Vestfirðir.2006.

10 Sparkvöllur KSÍ
Sveitarstjórnin samþykkir að sækja ekki um sparkvöll til KSÍ að svo stöddu máli.

11. Veraldarvinir
Bréf lagt fram til kynningar.

12 Lántaka
Oddviti leitar eftir heimild sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps til að taka lán hjá Sparisjóði Strandamann að upphæð kr 10 milljónir til að greiða hlutafé í Glámu ehf, til að auka þorskkvóta á Drangsnesi. .Samþykkt samhljóða.

13 .Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfj. frá 9.12.s.l
Lögð fram til kynningar.

14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfj frá 3. febrúar s.l
Lögð fram til kynningar.

15. Fjárhagsáætlun 2006, fyrri umræða
Fjárhagsáætlun rædd og lögð fram til senni umræðu.

16. Fulltrúi í stoðhóp vegna atvinnumála í Strandasýslu
Framkvæmdarstjóri héraðsnefndar fer fram á að tilnefndur verði einn fulltrúi í 3 manna starfsnefnd vegna atvinnumálafulltrúa í Strandasýslu. Sveitarstjórn tilnefnir Jenný Jensdóttur í nefndina.

17. Efni til kynningar
a. Útsend bréf oddvita.
b. Fiskvinnslan Drangur
c. Samantekt vegna kostnaðar v. Sameininganefndar
d. Varasjóður húsnæðismála.
e. Námskeið fyrir ferðaþjónustufólk á Vestfjörðum.

Oddvita leitar afbrigða um að taka á dagskrá vegamál. Samþykkt samhljóða.

18. Vegamál.
Sveitarstjórn lýsir yfir óánægjusinni með ófremdarástand malarvega á Selströnd. Oddvita falið að skrifa vegagerð og krefjast úrbóta.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl 23.43