Sveitarstjórnarfundur 14.desember 2005

Miðvikudaginn 14. desember 2005 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 40. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir Margrét Bjarnadóttir og Guðbrandur Sverrisson.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 24. oktober s.l
2.Fundargerðir nefnda
3. Nýting tekjustofna árið 2006.
4. Endurskoðun gjaldskrár fyrir sorphirðu.-fyrri umræða.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða.
6.Byggðakvóti 2005
7.Fjárbeiðni- Snorraverkefni
8.Fjárbeiðni- Stígamót
9.Vestfjarðasýning Perlunni 2006
10Verkefnisstjóri ATVEST á Ströndum
11. Bréf frá Laugarhól ehf v/götulýsingar
12.Bréf frá Laugarhóli ehf v/nýtingar á jarðvarma.
13.Efni til kynningar.
a.Útsend bréf oddvita
b.Nýr lóðs.
c.Innheimtusamningur við Intrum.
d.Bréf frá FOS vest 23.11.05
e.Launanefnd Sveitarfélaga frá 1.12.05
f.Verkefnastjóri Markaðsskrifstofu Vestfjarða.
g.Niðurstaða rannsókna á neysluvatnssýni
h.Tillögur tekjustofnanefndar.

Var þá gengið til dagskrár.
Oddviti leitaði afbrigða um að setja númer 11 og 12 á dagskrá bréf frá Laugarhóli
ehf. Samþykkt samhljóðaþ
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24.október s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.
2. Fundargerðir nefnda
Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi
3 Nýting tekjustofna árið 2006.
Oddviti lagði til að gjaldskráin verði svohljóðandi:
1. Útsvar: 13,03%
2. Fasteignaskattur:
a. Íbúðarhús, 0,42% af fasteignamati.
b. Aðrar fasteignir, 1,40% af fasteignamati
Fasteignaskattur aldraðra, 70 ára og eldri, sem og 75% öryrkja sem búa í eigin húsnæði, verði felldur niður.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 talsins;
febrúar, 1. apríl, 1. júní, 1. ágúst, og 1. október.
Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga, en dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga ásamt vanskilagjaldi kr. 500.-
3. Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóðar.
4. Vatnsgjald: Vatnsgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
4. Endurskoðun gjaldskrár fyrir sorphirðu.-fyrri umræða.
Oddviti lagði til hækkanir á gjöldum fyrir sorphirðu og umhirðu.
Afgreitt til síðari umræðu.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða.
Oddviti lagði til að gjaldskráin hækki um 3%.
Afgreitt til síðari umræðu.
6.Byggðakvóti 2005
Sveitarstjórn samþykkti orðalagsbreytingu á næst síðustu greininni, í byggðakvótareglunum. samkv athugasemd frá ráðuneyti, Sveitarstjórnarmönnum höfðu verið kynntar breytingarnar áður og samþykkt þar.
7.Fjárbeiðni- Snorraverkefni
Sveitarstjórn samþykktir að hafna fjárbeiðninni.
8.Fjárbeiðni- Stígamót
Sveitarstjórn samþykkir að hafna fjárbeininni.
9.Vestfjarðasýning Perlunni 2006
Áhugi er á því að hafa Vestfjarðakynningu í Perlunni 5 til 7 mai 2006, markmiðið er að kynna vestfirði, bæði sem ferðamannastað, búsetukosti og fleira.Markaðsskrifstofa Vestfjarða er að kanna undirtektir og óskar eftir svari sem fyrst.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun að svo stöddu máli, og kanna hvort áhugi er fyrir hendi í sveitarfélaginu.
10.Verkefnisstjóri ATVEST á Ströndum
Verið er að ganga frá samningum við Viktoriu Rán Ólafsdóttir um að taka að sér starfið.
Héraðsnefnd óskar eftir svari frá Kaldrananeshreppi um það hvort hann ætlar að vera með í þessu verkefni, Kostnaðurinn yrði um kr. 600.000,- á ári.
Sveitarstjórn samþykkir að vera með í þessu verkefni.
11. Bréf frá Laugarhól ehf v/götulýsingar.
Bréf barst frá framkvæmdarstjóra Laugarhóls ehf, þar sem þess er farið á leit við Kaldrananeshrepp að hann setji upp og greiði kostnað við götulýsingu á Laugarhól.
Samþykkt að borga fyrir lýsingu á 2 ljósastaurum eins og á öðrum bæjum í hreppnum.
12.Bréf frá Laugarhóli ehf v/nýtingar á jarðvarma.
Framkvæmdarstjóri fer þess á leit við sveitarstjórn að hafin verði athugun á nýtingu jarðvarma ´til húshitunar á Klúkujörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa nefnd til að kanna málið. Samþykkt var að skipa Arnlín Óladóttur og Óskar Torfason ásamt oddvita Jenný Jensdóttur í nefndina.Arnlín Óladóttir kallar nefndina saman. Varamenn verða Guðbrandur Sverrissom, Magnús Rafnsson og Margrét Bjarnadóttir.
13.Efni til kynningar.
a.Útsend bréf oddvita
b.Nýr lóðs.
c.Innheimtusamningur við Intrum.
d.Bréf frá FOS vest 23.11.05
e.Launanefnd Sveitarfélaga frá 1.12.05
f.Verkefnastjóri Markaðsskrifstofu Vestfjarða.
g.Niðurstaða rannsókna á neysluvatnssýni
h.Tillögur tekjustofnanefndar.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.55