Sveitarstjórnarfundur 24. október 2005

Mánudaginn 24. október 2005 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 39. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir Margrét Bjarnadóttir og Guðbrandur Sverrisson.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Eftirfarandi dagsskrá lá fyrir fundi:

1.Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 19. sept s.l
2.Fundargerðir nefnda
3.Byggðakvóti
4. Eignarhaldsfélagið Gláma
5. Bréf frá áhugamannhópi um kaup á sneiðmyndatæki
6. Bréf frá Félagi Árneshreppsbúa
7. Bréf frá Strandagaldri/Náttúrustofu Vestfjarða
8. Fundargerð heilbrigðisnefndar
9.Bréf til kynningar

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. september s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda
Fundargerðir skólanefndar frá 4 og 10 október s.l. fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust

3. Byggðakvóti
Borist hefur fréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu varðandi úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári.
Oddviti lagði fram uppkast að úthlutunarreglum Kaldrananeshrepps. Sveitastjórn ræddi uppkastið og gerði breytingar og samþykktu reglurnar sem eru svo hljóðandi.

Úthlutuðum byggðakvóta Kaldrananeshrepps í þorski, sbr. rgl. nr. 722/2005, skal landað og hann unninn í heimabyggð.

Byggðakvóta skal skipt jafnt milli báta og skulu útgerð og meirihluti áhafnar eiga lögheimili í Kaldrananeshreppi þegar auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Útgerð báts sem fær úthlutað byggðakvóta má ekki leigja frá sér aflaheimildir umfram það sem hún hefur leigt til sín í þeim tegundum sem hún veiðir á fiskveiðiárinu 2005/2006.

Aðeins einn bátur frá sömu útgerð getur fengið byggðakvóta. Útgerð sem fær úthlutað byggðakvóta er óheimilt að selja frá sér aflaheimildir á fiskveiðiárinu.

Útgerðir leggi fram skriflegt samkomulag við fiskvinnslur í heimabyggð um vinnslu þeirra aflaheimilda sem þeim verður úthlutað skv. þessum reglum og að þær leggi fram 5 kíló af þorski fyrir hvert kíló sem þeim er úthlutað af byggðakvóta Kaldrananeshrepps.

Komi til endurúthlutunar þar sem aðili sem fengið hefur úthlutað byggðakvóta afsalar sér honum eða missir rétt til hans vegna brota á reglum þessum skal þeim byggðakvóta sem um ræðir endurúthlutað til þeirra skipa sem fengu úthlutun samkvæmt reglum þessum og ekki hafa fyrirgert rétti sínum til hans.

Útgerðir skulu í einu og öllu fara að þeim skilyrðum sem hér koma fram. Útgerðir sem ekki fara að skilyrðum reglnanna fyrirgera rétti sínum til hugsanlegrar úthlutunar á næsta ári.

Við úthlutun byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2005/2006, skal tekið mið af því hvernig útgerðir þær sem fengið hafa úthlutað byggðakvóta, hafi uppfyllt skilyrði sem sett hafa verið vegna úthlutunnar byggðakvóta í Kaldrananeshreppi.

Útgerðir sem samþykkja þessar reglur og uppfylla framangreind skilyrði eiga kost á byggðakvóta sæki þær um fyrir 15. desember 2005


4. Eignarhaldsfélagið Gláma
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að leggja fram 10 milljóna króna hlutafjáraukningu, á næsta ári, í eignarhaldsfélaginu Glámu ehf, til aukningar á hlutafé í Útgerðarfélaginu Skúla ehf, að því tilskildu að Byggðastofnun og aðrir aðilar verði þátttakendur í þessari hlutafjáraukningu með tvöföldu framlagi Kaldrananeshrepps.


5. Bréf frá áhugamannhópi um kaup á sneiðmyndatæki,
Bréf barst frá áhugamannahópi á Ísafirði um styrk til kaupa á sneiðmyndatæki.
Samþykkt að hafna beiðninni.

6. Bréf frá Félagi Árneshreppsbúa
Bréf barst frá Félagi Árneshreppsbúa um fjárframlag til útgáfu á mynd um gönguleiðir á helstu fjöll í Árneshreppi.
Samþykkt að veita þeim 30.000,- kr styrk
.
7 . Bréf frá Strandagaldri/Náttúrustofu Vestfjarða
Bréf barst frá Strandagarli ses og Nátturustofu Vestfjarða með ósk um styrk til fornleifarannsóknar í Strákatangi við Hveravík. Sveitastjórn samþykkir að setja á fjárhagsáætlun næsta árs 100.000,-kr styrk í verkefnið.

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar
Fundargerð Heilbrigðistnefndar og fjárhagsáætlun 2006 lögð fram og samþykkt
athugasemdalaust.

9. Bréf til kynningar
a. Aðgerðaráætlun til að vinna á kynbundnu ofbeldi.
b. Úrskurður frá félagsmálaráðaneytinu.
c. Bréf frá Sambandi ísl sveitafélaga að loknum sameiningarkosningum.
d. Fundarboð um samráðsfund skipulagsstofnunar og sveitafélaga um skipulagsmál. 31 okt 2005.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 23.35