Sveitarstjórnarfundur 19. september 2005

Mánudaginn 19. september 2005 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 38. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.

Oddviti leitaði afbrigða um að taka eftirfarandi málefni á dagskrá og komi þau sem liðir 6 og 7 á dagskrá fundarins. Kosningu kjörnefndar og bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti.
Sveitarstjórn samþykkir afbrigði.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. sept s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2004 –síðari umræða
4. Styrkbeiðni vegna Reykjaskólaferðar
5. Kynningarbæklingur samstarfsnefndar um sameiningarmál
6. Kosning kjörnefndar
7. Bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti
8. Bréf til kynningar

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. sept s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

2 Fundargerðir nefnda
Engar fundzrgerðir frá síðasta fundi.

3. Ársreikningur 2004 –síðari umræða
Ársreikningarnir ræddir. Helstu tölur eru:
´Tekjur.
Útsvar og fasteignarskattur kr 24.646.202,-
Framlög úr jöfnunarsjóði kr .15.804.562,-
Aðrar tekjur kr . 3,735.838,-
Tekjur alls Kr 44.186.602,-
Gjöld
Laun og launatengd gjöld Kr 22.448.702,-
Annar rekstrarkostnaður kr. 21.264.319,-
Gjöld samtals Kr. 43.713.021,-

Niðurstaðn ársreikinga er að aðalsjóður skilar rekstrarhagnaði upp á kr 9.128.419,-
Ársreikningarnir samþykktir samhljóða.

4. Styrkbeiðni vegna Reykjaskólaferðar
Margrét Bjarnadóttir lýsti sig vanhaæfa og vék af fundi
Bréf kom frá Skólastjóra þar sem farið er þess á leit við sveitarstjórn að hún styrki börnin í 6 og 7 bekk til dvalar í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja börnin um kr 5.000,- á hvert barn.

5. Kynningarbæklingur samstarfsnefndar um sameiningarmál
Bæklingurinn lagður fram til kynningar.

6. Kosning kjörstjórnar.
Kosningar til samieiningar sveitarfélaga fara fram 8. okt 2005. Eftirtaldir aðilar voru kosnir í kjörstjórn til eins árs.
Aðalmenn:
Magnús Rafnsson, formaður.
Birgir Guðmundsson.
Guðbjörg Hauksdóttir.
Varamenn:
Aðalbjörg Steindórsdóttir.
Ásbjörn ´Magnússon.
Helga Arngrímsdóttir

7. Bréf frá Sjávarútvegsráðuneyti
Bréf frá sjávarútvegsráðuneyti um úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Lagt fram til kynningar.

8. Bréf til kynningar
a. Bréf frá fjárlaganefnd um fund vegan fjárlagaársins 2006 dagana 26 og 27 sept. nk.
b. Bréf frá Pétri Jónssyni framkvæmdarstjóra Tónlist fyrir alla.
c. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 23.05