Sveitarstjórnarfundur 12. september 2005

Mánudaginn 12. september 2005 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 37. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Sunna Einarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20.
Oddviti leitaði afbrigða um að taka sem 9. mál á dragskrá málefni um kvótamál., samþykkt samhljóða.
Oddviti stýrði fundi samkvæmt boðaðri dagskrá í 9 liðum svohljóðandi.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. júlí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Ársreikningur 2004 –fyrri umræða
4. Sala hlutabréfa
5. Framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar
6. Bréf frá eigendum Sunnudals
7. Bréf frá Atla M. Atlasyni
8. Lyfsalan Hólmavík
9. Bréf til kynningar

1. Fundargerð sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 12. júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgeiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda:
a. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá,26.7.2005 afgreidd
athugasemdarlaust
b. Fundargerð Skólanefndar frá 25. júlí 2005 Kom fram að sveitarstjórnarmenn telja mjög miður að skólastjórinn á ekki lögheimili í sveitarfélaginu,og telur það ekki ásættanlegt til frambúðar.
c. Fundargerð Skólanefndar frá 16. Ágúst 2005 Sveitarstjórn staðfestir ekki ráðningu Hildar Jónsdóttur og Steifáns Hermannssonar sem kennara við grunnskólann
d. Fundargerð Skólanefndar frá 7 sept 2005
Í framhaldi af þessum fundi upplýsti oddviti sveitarstjórn um fund sem hann átti með skólastjóra og Hildi Jónsd og Stefáni Hermannssyni á skrifstofu sveitarfélagsins í dag kl 13.00, þar kom meðal annar fram að undarþágunefnd grunnskóla synjaði Stefáni um undanþágu til kennslu en samþykkti Hildi. Á þessum fundi lýsti skólastjóri ástandinu í skólanum, og sagði að skólastarf væri í molum. Skólastjóri kom með þá tillögu að þau hættu strax og fengju greiddan uppsagnarfrest, Stefán gekk að því samkomulagi, en Hildur óskaði eftir formlegu uppsagnarbréfi.
Skólastjóri hefur auglýst eftir kennurum.
e. Fundargerð fjallskilanefndar frá 10. sept 2005. Fundargerðin samþykkt athugasemdarlaust

3. Ársreikningur 2004 –fyrri umræða
Ársreikningur Kaldrananeshrepps vegna ársins 2004 lagður fram til kynningar og afgreiddur til næsta formlegs fundar sveitarstjórnar.

4. Sala hlutabréfa.
Kaldrananeshreppur á hlutabréf í Burðarási að nafnverði 395.527 krónur.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. “Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir á sveitarstjórnarfundi þann 12 september 2005, að heimila oddvita að selja hlutabréf Kaldrananeshrepps í Burðarási sem eru að nafnverði 395.527,-krónur.” Samþykkt samhljóða.

5. Framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Strandavegi um Bala.
Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri vegagerðarinnar kom á fundinn og útskýrði fyrir sveitaarstjórn, þversnið og fleira á fyrirhugaðri veglínu á Bölunum Sveitarstjórn samþykkti framkvæmdarleyfi til framkvæmdarinnar. En mælist til þess að þar sem skeringar eru mestar, verði þær auknar og efni nýtt til burðarlags.

6 Bréf frá eigendum Sunnudals
Eigendur sumarbústaði í Sunnudal fer fram á að sveitarstjórn lagi veginn í landi Skarðs eða gefi leyfi til efnistöku til framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn hafnar því að fara í vegaframkvæmdir, en veitir leyfi til efnistökunnar.

7 Bréf frá Atla M. Atlasyni
Atli Már Atlason sendi fyrirspurn um hvort jörðin Skarð væri til sölu.
Sveitarstjórn ræddi málin og komst að þeirri niðurstöðu að ekki komi til sölu að svo stöddu máli.

8 Lyfsalan Hólmavík
.Nú er fjárhagsstaða lyfsölunnar í miklum ólestri og er verið að velta fyrir sér hvað hægt er að gera í stöðunni. Talið er að sveitarfélögin í læknishéraðinu séu ábyrg fyrir rekstrinum., Hlutur Kaldrananeshrepps er rúm milljón Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps leggur til að leytað verði allra leiða til að selja lyfsöluna sem fyrst.

9 Kvótaamál
Óskar Torfason gerði grein fyrir kvótastöðu á Drangsnesi, Nú liggur fyrir að stæsti kvótaeigandinn ætlar að selja megnið af sínum aflaheimindum.Nú er spurning hvort hægt er að halda kvotanum í sveitarfélaginu.Sveitarstjórn hvetur stjórn Útgerðaf Skúla til þess að halda áfram að vinna að málinu, og lýsir sig jákvæð að setja hlutafé í dæmið.

10 Efni til kynningar.
. a.Bréf frá Atvest v/Eflingar nýsköpunarstarfs.
b.Bréf frá Atvest v/Markaðsskrifstofu
c.Sameiningarkosningar 8 okt 2005
d.Bréf frá sjávarútvegsráðuneyti.
e.Bréf frá Siglingarstofnun.
f.Bréf frá Félagsmálaráðaneyti.
g.Málþing sveitafélaga um velferðarmál.
h.Fjármálaráðstefna sveitafélaga 2005.


Fleira ekki fyrir tekið
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 00.12