Sveitarstjórnarfundur 11. ágúst 2004

Miðvikudaginn 11. ágúst 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 25. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 7 liðum svohljóðandi:


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 21.júní s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Breyting á aðalskipulagi Drangsness
4. Sundlaug Drangsnesi
5. Fjárbeiðni frá Atvinnuþr.fél Vest. Vegna ferðaþj.bæklinga
6. Styrkbeiðni frá UMF Neista
7. Efni til kynningar
a. .Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá fjórðungssambandi vestfirðinga.
C.Brét frá úrvinnslusjó’i

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir

Var þá gengið til dagskrár.


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 21. júní s.l
Fundargerðin samþykkt athugarsemdarlaust
2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 10.ágúst s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust en málið tekið fyrir undir 4. lið á dagskrá þessa fundar.
b. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 10.ágúst s.l
Fundraagerðin afgreidd athugasemdalaust en 5. liður fundargerðarinnar tekinn fyrir undir 4. lið á dagsskrá þessa fundar.
3. Breyting á aðalskipulagi Drangsness. Tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Drangsness hefur legið frammi tilskilinn tíma þ.e frá 23. júní til og með 21. júlí 2004. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 4. ágúst s.l
Engar formlegar athugasemdir bárust.
Oddviti ber upp eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir auglýsta breytingu á gildandi aðalskipulagi Drangsness.
Tillagan samþykkt með 4 greiddum atkvæðum einn sat hjá.

4. Sundlaug Drangsnesi. Finnur Björgvinsson arkitekt hjá Á stofunni arkitektar hefur unnið teikningar að fyrirhugaðri sundlaug og viðeigandi þjónustubyggingu við hana. Sundlaugarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd hafa fengið þessa tillögu til skoðunar. Báðar nefndirnar hafa gert smávægilegar tillögur að breytingum og komið með góðar ábendingar sem fram koma í fundargerðum þeirra sem fyrir voru teknar fyrr á þessum fundi. Sveitarstjórn gerði nokkrar smávægilegar breytingar, oddvita var falið að koma öllum þessum breytingatillögum til skila.

5. Fjárbeiðni frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða vegna ferðaþjónustubæklinga.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við þessari beiðni, og styrkja þetta verkefni um 10.000,-kr.

6. Styrkbeiðni frá UMF Neista. UMF Neisti falast eftir styrk vegna kaupa á sláttuvél. Kostar vélin 448.000.- Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja UMF Neista um helming þess kostnaðar sem þessi vélakaup kosta félagið.


7. Efni til kynningar
a. .Útsend bréf oddvita.
e. Bréf frá Fjórðungssambandi vestfirðinga
f. Bréf frá Úrvinnslusjóði frá 30.júní s.l


Fleira ekki fyrir tekið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22.50