Sveitarstjórnarfundur 21. júní 2004

Mánudaginn 21. júní 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 24. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 10 liðum svohljóðandi:


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 27.maí. s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Deiliskipulag Klúku.
4. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Reykjarvík.
5. Tilboð í vefsíðugerð
6. Kjörskrá fyrir forsetakosningar.
7. Aðalfundur Drangs ehf fundarboð.
8. Efnasamsetning heits og kalds vatns á Drangsnesi
9. Sameiningarkostir sveitarfélaga á Vestfjörðum
10. Efni til kynningar
a. .Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá Skipulagsstofnun dags 10.júní s.l
c. Bréf frá KSÍ.
d. Bréfaskipti ÞB vegna eyðingar minka og refa


Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir

Var þa gengið til dagskrár.


1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 13.maí. s.l
Fundargerðin samþykkt athugarsemdarlaust
2. Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð skólanefndar frá 11 júní 2004.
Fundargerðin afgreidd athugasemdarlaust.

3. Deiliskipulag Klúku
Frumdrög að deiliskipulagi á jörðinni Klúku lögð fram til athuganar.
Oddvita falið að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri við Benedikt Björnsson arkitekt og skipulags og byggingarnefnd til frekari vinnslu.

4. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Reykjarvík
Forkaupsréttartilboð vegna sölu jarðarinnar Reykjarvíkur hefur borist.
Söluverð er 2 mlljónir og kaupendur eru Steinunn Halldórsdóttir og Einar Steingrímsson.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir samhljóða að nýta sér ekki forkaupsréttinn.

5. Tilboð í vefsíðugerð.
Snerpa ehf gerir Kaldrananeshreppi tilboð í að koma upp vefsíðu fyrir sveitarfélagið. Fullt verð með vsk eru kr. 250.000.- og hýsing á vefnum kostar 7.120 pr mán m. vsk.
Oddvita falið að kanna málið bæði verð og hvort einhver hérna heima gæti sett upp fyrir okkur heimasíðu.

6. Kjörskrá fyrir forsetakosningar.
Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 26. júní n.k lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir kjörskrána og afgreiðir hana en komi einhverjar athugasemdir til sveitarstjórnar fyrir kjördag verða þær teknar til afgreiðslu.

7. Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf.
Aðalfundur Fiskvinnslunnar Drangs ehf verður haldinn 22.júní n.k. Kaldrananeshreppur á 25,23% hlutafjár.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Jenný Jensdóttir oddviti, fari með atkvæði Kaldrananeshrepps á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir að Jenný Jensdóttir oddviti, verði fulltrúi hreppsins í stjórn Drangs ehf.


8. Efnasamsetning heits og kalds vatns á Drangsnesi
Skýrsla Hrefnu Kristmannsdóttur um efnasamsatningu heits og kalds vatns á Drangsnesi lögð fram til kynningar. Og samþykkt að styrkja verkefnið um 50,000.-kr.

9. Sameiningarkostir sveitarfélaga á Vestfjörðum
Fjórðungssamband Vestfirðinga sendir greinargerð varðandi sameiningarkosti á Vestfjörðum. Lagt fram til kynningar.

10. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita
b Bréf frá Skipulagsstofnun dags 10.júní s.l
c Bréf frá KSÍ.
d.Bréfaskipti ÞB vegna eyðingar minka og refa


Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt,

Fundi slitið kl 23.15.