Sveitarstjórnarfundur 27. maí 2004
- Details
- Fimmtudagur, 27 maí 2004 21:00
Fimmtudaginn 27. maí 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason
Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 6 liðum svohljóðandi:
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 13.maí. s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Breyting á gildandi aðalskipulagi Kaldrananeshrepps.
4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefnar Vestfjarða. Síðari umræða.
5. Bréf frá Björgunarbátafélagi Húnaflóa
6. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá Umhverfisstofnun
c. Styrkir til sérstakra verkefna á vegum svæðismiðlana.
Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 13.maí. s.l
Fundargerðin samþykkt athugarsemdarlaust
2, Fundargerðir nefnda
a. Fundargerð skipulags og byggingarnefndar dags 26.maí.
Fundargerðin samþykkt athugasemdarlaust, að öðru leyti en því að Skeljungur fjarlægi olíuleiðslur á hafnarsvæði.
3. Breyting á gildandi aðalskipulagi Kaldrananeshrepps.
Vegna fyrirhugaðrar sundlaugarbyggingar og byggingar dæluhúss fyrir hitaveitu, hefur Benedikt Björnsson arkitekt unnið að breytingu aðalskipulags Drangsness. Oddviti bar fram meðfylgjandi tillögu.
“Sveitarstjótn Kaldrananeshrepps samþykkir á fundi sínum þann 27.maí 2004 að fara fram á heimild frá Skipulagsstofnun til að auglýsa breytingar á gildandi aðalskipulagi Drangsness.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefnar Vestfjarða. Síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir umrædda samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum.
5. Bréf frá Björgunarbátafélagi Húnaflóa
Björgunarbátafélagið biður um fjárstuðning kr 200 á hvern íbúa, alls 25.000,- kr, til kaupa á björgunarbáti staðsettum á Skagaströnd. Samþykkt var að verða við fjárbeiðninni.
6. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá Umhverfisstofnun
c. Styrkir til sérstakra verkefna á vegum svæðismiðlana.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 21.55.