Sveitarstjórnarfundur 13. maí 2004

Fimmtudaginn 13. maí 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum. Samkvæmt boðaðri dagskrá í 12 liðum svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 30.mars s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf.
4. Tilboð í hönnun sundlaugar á Drangsnesi.
5. Tilboð í hönnun Stöðvarhúss fyrri hitaveitu.
6. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
7. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 30.4.s.l
8. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefnar Vestfjarða. Fyrri umræða.
9. Bréf frá Lýðheislustofnun
10. Bréf frá ÍSÍ íþrótta og olympíusambands Íslands
11. Styrkbeiðni frá Skákfélaginu Hróknum.
12. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson , Óskar Torfason og Margrét Bjarnadóttir
Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir.

Oddviti leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá. Að vegna komandi forsetakjörs þann 26. júní n.k verði kosning kjörstjórnar Kaldrananeshrepps 13 mál á dagsskrá fundarins. Afbrigði samþykkt.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 6. maí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Afgreitt athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð sundlaugarnefndar frá 10. maí s.l
Sundlaugarnefndin mælir með að staðsetning sundlaugarinnar verið við “kerlinguna”.
Greidd voru atkvæði um tilllögu sundlaugarnefndarinnar.
Atkvæði féllu þannig að þrjú atkvæði voru með að hafa sundlaugina við kerlinguna,, og tvö atkvæði á móti.
Sveitarstjórnin samþykkir að leitað verið til Grundaráss ehf, um byggingu sundlaugarmannvirkisins.

3. Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf.
Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf . Lagt fram til kynningar

4. Tilboð í hönnun sundlaugar á Drangsnesi.
Á stofunni arkitektar gera tilboð í hönnun sundlaugar á Drangsnesi. Tilboðið hljóðar upp á 1.805.250 kr. Innifalið í tilboði er öll vinna arkitekta sem nauðsynleg er til að ljúka byggingu nýrrar sundlaugar þ.m.t byggingarnefndarteikningar, verkteikningar, teikningar fyrir innanhússfrágang og verklýsingar. Útboðslýsingar eru ekki innifaldar.
Önnur tilboð liggja ekki fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu með fjórum greiddum atkvæðum.

5. Tilboð í hönnun Stöðvarhúss fyrir hitaveitu Drangsness.
Arkitektastofan Á stofunni arkitektar gera tilboð í hönnun Stöðvarhúss fyrir hitaveituna á Drangsnesi. Tilboðið hljóðar upp á 114.739. kr. Innifalið í tilboði er öll vinna arkitekta sem nauðsynleg er til að ljúka byggingu hitaveituhúss þ.m.t byggingarnefndarteikningar, verkteikningar, teikningar fyrir innanhússfrágang og verklýsingar. Útboðslýsingar eru ekki innifaldar.
Önnur tilboð liggja ekki fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu með öllum greiddum atkvæðum.

6. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Heilbrigðisnefnd Vestfjarða fjallaði um drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kaldrananeshreppi á fundi sínum þann 30. apríl s.l
Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.

7. Fundargerð heilbrigðisnefdar Vestfjarða frá 30 apríl 2004
Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða lögð fram til kynningar.

8. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefnar Vestfjarða. Fyrri umræða.
Heilbrigðisnefnd Vestfjarða sendir sveitarstjórnum á Vestfjörðum Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
Samþykktin afgreidd til síðari umræðu.

9. Bréf frá Lýðheislustofnun.
Bréf frá Lýðheilsustofnun. Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá ÍSÍ íþrótta og olympíusambands Íslands.
Bréf frá ÍSÍ íþrótta og olympíusambandi Íslands. Lagt fram til kynningar.

11. Skyrkbeiðni frá Skákfélaginu Hróknum.
Skákfélagið Hrókurinn sendir inn bréf með kynningu á starfssemi sinni og beiðni um fjárstyrk.Samþykkt að styrkja Hrókinn um 10.000,- kr.

12. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita

13. Kosning kjörstjórnar vegna forsetakosninga í júni 2004.
Sveitarstjórn kýs eftirtalda aðila í kjörstjórn til eins árs.
Aðalmann: Magnús Rafnsson formaður, Sigurbjörg Halldórsdóttir og Birgir
Guðmundsson.
Varamenn: Aðalbjörg Steindórsdóttir, Gunnar B Melsteð og Guðbjörg Hauksdóttir.

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 23.02