Sveitarstjórnarfundur 6. maí 2004

Fimmtudaginn 6. maí 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 8 liðum. Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 30.mars s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Breyting á aðalskipulagi Drangsness.
4. Bréf frá UMF Neista.
5. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu.
6. Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Hólmavík.
7. Hitaveitan.
8. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
c. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags 15.4.2004
d. Bréf frá Snerpu v. breytinga á örbylgjutengingum og gjaldskrá.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson , Óskar Torfason og Margrét Bjarnadóttir
Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir.

Oddviti leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá sem 9. lið Bensín og olíumál í Kaldrananeshreppi.
Afbrigði frá boðaðri dagskrá samþykkt samhljóða.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 30. mars s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Afgreitt athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð félagsmálanefndar frá 26. apríl s.l
Fundragerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð Hafnarnefndar frá 5. maí s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust en 2. liður fundargerðarinnar er til frekari umræðu sem 9. liður á dagsskrá þessa fundar.
3. Breyting á aðalskipulagi Drangsness
Deiliskipulag af afmörkuðu svæði á Borgargötu hefur verið unnið og liggur frammi á skrifstofu sveitarfélgsins. Lagt fram til kynningar.

4. Bréf frá UMF Neista.
Í bréfi frá UMF Neista dags 27. 04.04 fer félagið fram á það við sveitarstjórn Kaldrananeshrepps að sótt verði um til KSÍ að vera með í átaki KSÍ um uppbyggingu sparkvalla sem víðast um landið.
KSÍ hefur skrifað öllum sveitar- og bæjarstjórnum landsins og kynnt verkefnið sem felst í því að koma upp sparkvöllum 18x 33 metra sem víðast um landið.
Völlurinn þarf að vera byggður eftir teikningum frá KSÍ en stærð hans getur verið önnur en 18x33 m. Sveitarfélagið kosti gerð og rekstur vallarins en KSÍ leggi til fyrsta flokks gervigras á hann. Áætlaður kostnaður liggur ekki fyrir en gera má ráð fyrir kostnaði á bilinu 3-5 milljónir fyrir utan gervigrasið og síðan er alltaf einhver rekstrarkostnaður.
Sveitarstjórn samþykkir að senda inn umsókn með fjórum greiddum atkvæðum.

5. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu.
Félag eldri borgara í Strandasýslu leitar eftir syrk til starfsemi sinnar. Samþykkt samhljóða að veita þeim 30.000.- króna styrk.

6. Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík.
Bréf frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur dags 19. apríl 2004.
Lagt fram til kynningar.

7. Hitaveitan.
Málefni Hitaveitu Drangsness rædd. Oddviti bar fram eftirfarandi tillögur.

a.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að byggja stöðvarhús fyrir Hitaveitu Drangsness. Hafist verði handa með undirbúning sem fyrst.

Tillagan samþykkt samhljóða.

b.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að vinna verði sett í gang við að kanna lagalegar og rekstrarlegar forsendur þess að breyta Hitaveitu Drangsness í einkahlutafélag.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Efni til kynningar:
a. Úsend bréf oddvita
b. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða
c. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags 15.4.2004
d. Bréf frá Snerpu v. breytinga á örbylgjutengingum og gjaldskrá.

9. Bensín og olíumál í Kaldrananeshreppi kynning.
Oddviti gerði grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin í olíu og bensínmálum í sveitarfélaginu. Skeljungur hf ætlar að taka niður bensíndælu á Drangsnesi og hætta allri þjónustu á staðnum. Þeir hyggjast halda áfram sölu á olíu til báta í Kokkálsvíkurhöfn. Á þriðjudag komu menn á vegum Skeljungs hf. og settu niður olíudælu á viðlegubryggjuna í Kokkálsvíkurhöfn án leyfis eða samráðs við nokkurn.
Staðsetning olíudælunnar er ekki ásættanleg og hefur þeim verið gert að fjarlægja hana.
Sveitarstjórn mun áfram vinna að því að leysa úr þessum málum.

Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 22.25.