Sveitarstjórnarfundur 30. mars 2004

Þriðjudaginn 30. mars 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 20. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Á fundinn voru mættir eftirtaldir sveitarstjórnarmenn: Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason og Margrét Bjarnadóttir

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagskrá.

Dagskrá fundarins er í 12 liðum.
Svohljóðandi:
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. mars s.l.
2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerðir byggingarnefndar sundlaugar 19 og 29.03.04
3. Umsókn um heimild til að reka gistiheimili og veitingastofu
4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 3. mars 2004
5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 3. mars 2004
6. Deiliskipulag Klúku
7. Refa og minkaveiðar í Kaldrananeshreppi
8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. mars s.l
9. Styrkbeiðni frá Krossgötum
10. Fundargerð heilbrigðisnefndar vestfjarða frá 5. mars s.l
11. Skýrsla um efnasamsetningu neysluvatns á Vestfjörðum
12. Efni til kynningar.
A Útsend bréf oddvita.
B Bréf frá ferðamálafulltrúa


Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvu

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá , um að taka bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða um”Skipan í nefnd um framkvæmd byggðaáætlunar á vestfjörðum”
sem 12. mál á dagskrá.
Samþykkkt samhljóða.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerðir sveitarstjórnar frá 15. mars s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Fundargerðir nefnda.
a.Fundargerðir Byggingarnefnd v. sundlaugarbyggingar frá 18 og 29.3 s.l
Sundlaugin er til umræðu síðar á fundinum. Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust til þeirrar umræðu.

3. Umsókn um heimild til að reka gistiheimili og veitingastofu.
Sýslumaðurinn á Hólmavík sendir til umsagnar sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps umsókn Matthíasar Jóhannsonar fh Klúkuveitinga ehf um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu að Laugarhóli.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Klúkuveitingar ehf fái umbeðið leyfi

4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 3. mars 2004
Jöfnunarsjóður hefur samþykkt 50% stofnframlag vegna leikskóla á Drangsnesi. Sveitarstjórn fagnar þessari niðurstöðu.

5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti dags. 3. mars 2004
Jöfnunarsjóður hefur samþykkt á fundi sínum 5. des. s.l stofnframlag vegna sundlaugarbyggingar á Drangsnesi. Að hámarki 50% af normkostnaði við byggingu sundlaugar sem er 12 x 8 m, 46.724.505 kr eða allt að 23.362.253 kr. Stofnframlög jöfnunarsjóðs munu falla niður frá og með 1. janúar 2005 eins og staðan er í dag þá verður að byggja sundlaugina á árinu 2004 til að fá notið stofnframlagsins.

6. Deiliskipulag Klúku.
Mjög brýnt er orðið að hefja vinnu við deiliskipulag á Klúku.
Oddviti bar upp tillögu um að Benedikt Björnsson arkitekt verði fenginn til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir jörðina Klúku.
Samþykkt samhljóða.

7. Refa- og minkaveiðar í Kaldrananeshreppi.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var oddvita og Guðbrandi Sverrissyni falið að vinna tillögur að tihögun refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu.
Guðbrandur hefur unnið uppkast að samning um refaveiðar sem hann kynnti fyrir sveitastjórn. Samþykkt er að ekki verði greitt fyrir dýr unnin utan sveitafélagsins og einungis verði ráðnum veiðimönnum greitt fyrir unnin dýr.
Fyrir hvert unnið gren verða greiddar 15.000,kr. og fyrir að gá á þekkt grenstæði verða greiddar 1.500,kr.

8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. mars s.l
Stjórn FV falast eftir umboði sveitarfélaga á vestfjörðum til að vinna tillögur að sameininingum sveitarfélaga á Vestfjörðum fyrir sameiningarnefnd Félags-málaráðuneytisins.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu sem send skuli til FV ásamt greinargerð um afstöðu sveitarstjórnar.

Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 30. mars 2004 samþykkir sveitarstjórn Kaldrananeshrepps að hafna því alfarið að stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fái umboð til að vinna tillögur að sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Samþykkt samhljóða.

9. Styrkbeiðni frá Krossgötum.
Krossgötur biðja um styrk til hjálpar ungu fólki í vímuefnavanda.
Styrkbeiðni hafnað.


10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. mars s.l
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 5. mars s.l lögð fram til kynningar.

11. Skýrsla um efnasamsetningu neysluvatns á Vestfjörðum.
Skýrsla um efnasamsetningu neysluvatns á Vestfjörðum sem unnin var síðasta sumar af Hrefnu Kristmundsdóttur hjá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri lögð fram til kynningar.

12. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjaðra um skipan í nefnd um framkvæmd byggðaráætlunar fyrir Vestfirði
Oddvita falið að standa að tilnefningu fulltrúa í nefndina í samvinnu við önnur sveitarfélög í Strandasýslu.

13. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita
b. Bréf frá ferðamálafulltrúa

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð lesin upp, og samþykkt.
Fundi slitið kl 23.00.