Sveitarstjórnarfundur 15. mars 2004

Mánudaginn 15. mars 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 19. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Á fundinn voru mættir eftirtaldir sveitarstjórnarmenn: Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason og Margrét Bjarnadóttir

Oddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðari dagskrá.
Dagskrá fundarins er í 19 liðum.
Svohljóðandi:
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 22. janúar s.l.
2. Fundargerðir nefnda.
3. Bréf frá Umhverfisstofnun
4. Styrkbeiðni frá Lögréttu, félagi laganema við Háskóla Íslands.
5. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Björgu
6. Fjárhagsáætlun 2004 síðari umræða
7. Sundlaug Drangsnesi.
8. Framkvæmdaleyfi til vegagerðar.
9. Bréf frá Orkubúi Vestfjarða
10. Kosning varamanns í samgöngunefnd FV
11. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kaldrananeshreppi
12. Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
13. Fyrirspurn frá Veraldarvinum
14. Könnun á nýtingu fyrirhugaðs vegar um Arnkötludal
15. Skjólskógar Vestfjörðum
16. Bréf frá Fjórðungssambandi vestfirðinga dags 12.2.04
17. Bréf frá Siglingastofnun
18. Drög að brunavarnaráætlun slökkviliðs Kaldrananeshrepps
19. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita.
b. Samband ísl sveitarfélaga bréf dags.10/2 27/2 og 5/3 04
c. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30.1.2004
d. Fasteignamat ríkisins, bréf dags 03.02 og 20.02.04
e. Félagsmálaráðuneyti bréf dags 20.02.04
f. Fundargerð 711 fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga

Var þá gengið til dagskrár.

Fundargerð ritar Sunna Einarsdóttir á tölvuna.

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá, og óskar eftir að taka bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, um sameiningu sveitarfélaga sem 20, mál á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 22. janúar s.l.
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðast fundi.
Afgreitt athugasemdalaust
2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 3. mars 2004
b. Fundargerð Hafnarnefndar frá 14.mars. 2004
Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdarlaust.
3. Bréf frá Umhverfisstofnun.
Oddviti bar upp svohljóðandi tillögu.
“Oddvita falið í samráði við Guðbrand Sverrisson að semja tillögur að reglum um greiðslu fyrir refa og minkaveiðar í Kaldrananeshreppi.”
Samþykkt samhljóða.
4. Styrkbeiðni frá Lögréttu, félagi laganema við Háskóla Íslands.
Samþykkt að hafna styrkbeiðninni.
5. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Björgu
Oddviti bar upp svohljóðandi tilllögu
“Sveitastjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að veita Björgunarsveitinni Björg rekstrarstyrk vegna húshitunar sem svarar til greiðslu kostnaðar vegna 800 rúmmetra af vatni á ári auk mælaleigu. Styrkur vegna ársins 2004 verði 45.250,- krónur.
Tillagan samþykkt samhljóða.

6. Fjárhagsáætlun 2004 síðari umræða
Oddviti bar upp eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
Sameignilegar tekjur kr 40.240.000,-
Félagsþjónusta kr. 2.506.000,-
Heilbrigðismál kr 200.000,-
Fræðslumál kr 19.909.000,-
Menningarmál kr 707.000,-
Æskulýðs og íþróttamál kr 550.000,-
Brunamál og almannavarnir kr 884.000,-
Hreinlætismál kr 721.400.-
Skypulags og byggingarmál kr 476.000,-
Götur, holræsi og umferðamál kr 660.000,-
Almenningsgarðar og útivist kr 895.000,-
Útgjöld til atvinnuvega kr 207.000,-
Yfirstjórn sveitafélagsins kr 6.315.500,-
Fjármuna tekjur/gjöld kr - 1.100.000,-
Eignasjóður kr 16.802.000,-
Hafnarsjóður kr 1.074.000,-
Vatnsveita kr - 500.000,-
Hitaveita kr 430.000,-
Samtals rekstrar og framk gjöld kr 50.681.900,-
Helstu nýframkvæmdir
Höfn framkvæmdir kr 500.000,-
Höfn bryggjukrani kr 2.500.000,-
Sundlaugarbygging Drangsnesi kr 15.000.000,-
Hitaveitan – Dælustöð kr 3.000.000,-
Grunnskólinn tæki/húsnæði kr 2.000.000,-
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
7. Sundlaug Drangsnesi.
Miklar umræður fóru fram um sundllaugarbyggingu, og ákveðið var að skipa þriggjmanna framkvæmdarnefnd, sem hafa skal umsjón með framkvæmdinni, og koma með tillögur. Sveitastjórnin tilnefnir 2 menn , Jennýju Jensdóttur og Óskar Torfason og ungmennafélagið Neisti tilnefnir einn.
8. Framkvæmdaleyfi til vegagerðar.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að veita vegagerðinni framkvæmdarleyfi til vegagerðar á Drangsnesvegi, frá Birgidalsá að Fiskinesi.
Oddvita falið að skrifa vegagerðinni og vekja athygli á mikilli skeringu á Bælishvarfi.
9. Bréf frá Orkubúi Vestfjarða
Ákveðið var að fresta afgreiðslu þessa máls.
10. Kosning varamanns í samgöngunefnd FV
Samkomulag var milli Kaldrananeshrepp og Árneshrepps ,sem tilnefna eiga sameiginlegar varamann að Jenný Jensdóttir verði fulltrúi í nefndinni.
11. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kaldrananeshreppi
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kaldrananeshreppi.
Samþykkt samhljóða.
12. Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
13. Fyrirspurn frá Veraldarvinum
Lagt fram til kynningar.
14. Könnun á nýtingu fyrirhugaðs vegar um Arnkötludal
Niðurstöður úr viðhorfskönnun kynntar, og samþykkt að hafna meðfylgjandi styrkbeiðni
15. Skjólskógar Vestfjörðum
Efni lagt fram til kynningar.
16. Bréf frá Fjórnungssambandi vestfirðinga dags 12.2.04
Lagt fram til kynningar.
17. Bréf frá Siglingastofnu
Lagt fram til kynningar.
18. Drög að brunavarnaráætlun slökkviliðs Kaldrananeshrepps
Lagt fram til kynningar.
19. Efni til kynningar.
a.Útsend bréf oddvita.
b.Samband ísl sveitarfélaga bréf dags.10/2 27/2 og 5/3 04
c.Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30.1.2004
d.Fasteignamat ríkisins, bréf dags 03.02 og 20.02.04
e.Félagsmálaráðuneyti bréf dags 20.02.04
f.Fundargerð 711 fundar stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga

20. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða um sameiningarmál.
Oddviti bar upp svohljóðandi tillögu.
“Umfjöllun um afgreiðslu á bréfi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8. mars s.l. um sameiningarmál sveitarfélaga verði frestað til næsta formlegs fundar sveitastjórnar”.
Samþykkt samhljóða.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 12.05