Sveitarstjórnarfundur 22. janúar 2004
- Details
- Fimmtudagur, 22 janúar 2004 21:00
Fimmtudaginn 22. janúar 2004 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 18. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Á fundinn voru mættir eftirtaldir sveitarstjórnarmenn: Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason og Margrét Bjarnadóttir nýr aðalmaður í sveitarstjórn
Varaoddviti Jenný Jensdóttir setti fund kl. 20 bauð Margréti Bjarnadóttur velkomna til starfa í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps.
Dagskrá fundarins er í 6 liðum. Svohljóðandi:
1. Oddvitakjör.
2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. desember s.l.
3. Fundargerðir nefnda.
4. Gjaldskrá fyrir sorphirðu –seinni umræða.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – seinni umræða.
6. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita.
b. Lánasjóður sveitarfélaga bréf dags 7.1.04
c. Samband ísl sveitarfélaga bréf dags. 5.1.04
d. Aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði
e. Bréf frá UMFÍ dags. 12.1.04
f. Bréf frá Siglingastofnun dags.30.12.03
g. Svar Jóns Sveinssonar v fyrirspurnar frá GBM
Varaoddviti Jenný Jensdóttir leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá. Að bréf frá Sambandi Íslenskra Sparisjóða verði tekið á dagsskrá og verði 6. liður dagskrárinnar og efni til kynningar þar af leiðandi nr. 7. Eins að bætt verði við efni til kynningar.
Afbrigði samþykkt.
Var þá gengið til dagskrár:
1. Oddvitakjör.
Oddviti var kjörin Jenný Jensdóttir með 4 atkvæði, Guðbrandur Sverrisson fékk 1.
Varaoddviti var kjörinn Guðbrandur Sverrisson með 4 atkvæði Og Óskar Torfason fékk 1 atkvæði.
2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. desember s.l.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Fundargerðir nefnda.
Engir nefndarfundir voru frá síðasta fundi.
4. Gjaldskrá fyrir sorphirðu –seinni umræða
Nýkjörinn oddviti bar upp tillögu um að hækka gjaldskrána um 10%.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – seinni umræða.
Oddviti bar upp tillögu um að hækka gjaldskrá Htaveitu Drangsness þ.e. vatnsgjald og mælagjald hækki um 7% frá 1. janúar 2004. Tengigjöld og önnur gjöld hækki einnig og verði þannig.
Tengigjöld íb.hús og gámar kr 130.000.
Tengigjöld v. Stærri húsa kr. 220.000
Lokunargjald kr. 5.000
Gjald fyrir aukaálestur kr. 1.000.
Tillagan samþykkt samhljóða
6. Bréf frá Sambandi Íslenskra Sparisjóða.
Sveitastjórn samþykkir eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps telur að Sparisjóðirnir gegni veigamiklu hlutverki í þjónustu við hinn almenna borgara svo og smærri fyrirtækja, sérstaklega á landsbyggðinni og telur mikilvægt að möguleikar þeirra til áframhaldandi góðra verka verði ekki skertir frá því sem nú er.
7. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita.
b. Lánasjóður sveitarfélaga bréf dags 7.1.04
c. Samband ísl sveitarfélaga bréf dags. 5.1.04
d. Aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði
e. Bréf frá UMFÍ dags. 12.1.04
f. Bréf frá Siglingastofnun dags.30.12.03
g. Svar Jóns Sveinssonar v fyrirspurnar frá GBM
h. Bréf frá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík
i. Bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár
j. Fundarboð á kynningarfund um eflingu sveitarstórnarstigsins
k. Bréf frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra til Hólmavíkurhrepps
Fundargerð lesin upp og semþykkt.
Fundi slitið kl 21.45.