Sveitarstjórnarfundur 15. desember 2003
- Details
- Mánudagur, 15 desember 2003 21:00
Miðvikudaginn 15. desember 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 17. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 17 liðum .
Svohljóðandi:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar frá 12. nóv. s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Nýting tekjustofna árið 2004.
4. Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu. Fyrri umræða.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða.
6. Fjárhagsáætlun 2004 – fyrri umræða.
7. Bréf frá Umf Neista, um sparkvöll.
8. Fjárbeiðni frá Stígamótum.
9. Styrkbeiðni frá Félagi heyrnarlausra.
10. Hlutafjáraukning í Fiskvinnslunni Drangi ehf -forkaupsréttur.
11. Drög að lóðarleigusamningi undir tjaldsvæði í landi Klúku.
12. Bréf frá Skeljungi hf. vegna framkvæmda
13. Bréf frá skólastjóra grunnsk. Drangsnesi um námsver.
14. Bréf frá Staðardagsskrá 21
15. Bréf frá Umhverfisstofnun um skerta endurgreiðslu vegna refa og minkaveiða
16. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita.
b. Ársreikningar Héraðsnefndar Strandasýslu 2003
c. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu 2003
d. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu 2003
e. Niðurstöður rannsókna á neysluvatnssýni
17. Bréf frá Guðmundi B. Magnússyni.
Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir , Óskar Torfason og Guðbrandur Sverrisson.
Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir á tölvu.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar frá 12. nóv. s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
2. Fundargerðir nefnda.
a.Fundargerðir Hafnarnefndar frá 21. nóv s.l og 8. des. s.l
Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust
b.Fundargerð Félagsmálanefndar frá 19. nóv s.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
3. Nýting tekjustofna árið 2004.
Oddviti bar fram tillögu um nýtingu tekjustofna árið 2004.
a. Útsvar- hámarksútsvar 13,03%
b. Fasteignaskattur – íbúðarhús – 0,36% af álagningarstofni sem er fasteignamat. Aðrar fasteignir 1 % af sama stofni.
Fasteignaskattur aldraðra 70 ára og eldri svo og öryrkja með 75% örorku og búa í eigin húsnæði verði felldur niður.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 eins og verið hefur.
c. Leigugjald vegna lóða í Drangsneslandi verði 1 % af fasteignamati lóðar.
d. Vatnsgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá
e. Sorpgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu. Fyrri umræða.
Gjaldskrá sorphirðu í Kaldrananeshreppi tekin til endurskoðunar.
Afgreitt til síðari umræðu.
5. Endurskoðun gjaldskrár Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða.
Gjaldskrá Hitaveitu Drangsness tekin til endurskoðunar.
Vísað til síðari umræðu
6. Fjárhagsáætlun 2004 – fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun 2004 afgreidd til síðari umræðu
7. Bréf frá Umf Neista, um sparkvöll.
UMF Neisti leitar eftir samstarfi og stuðningi frá Kaldrananeshreppi vegna átaks KSÍ í að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með byggingu sparkvalla vítt og breitt um landið . Lágmarksstærð slíkra valla er 12 x 24 metrar. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps lýsir jákvæðum stuðningi við þetta verkefni og hvetur UMF Neista til að sækja um að vera inni í þessu verkefni KSÍ
8. Fjárbeiðni frá Stígamótum.
Fjárbeiðninni frá Stígamótum hafnað.
9. Styrkbeiðni frá Félagi heyrnarlausra.
Styrkbeiðninni frá Félagi heyrnarlausra hafnað.
10. Hlutafjáraukning í Fiskvinnslunni Drangi ehf -forkaupsréttur.
Samþykkt var á fundi í Fiskvinnslunni Drangi ehf þann 23. júlí 2003 að auka hlutafé félagsins um kr 5.000.000.- Hluthöfum er samkvæmt þessari ákvörðun boðinn forkaupsréttir að þeim hlutum sem nú eru til sölu í hlutfalli við hlutafjáreign hvers og eins. Kaupréttur Kaldrananeshrepps er að nafnvirði kr. 1.258.812.- og að kaupsvirði kr. 1.384.693.-
Óskar Torfason lýsti sig vanhæfan, gerði grein fyrir málinu og vék af fundi.
Kaldrananeshreppur samþykkir að nýta forkaupsréttinn og kaupa hlutafé að kaupverði kr. 1.384.693.-
11. Drög að lóðarleigusamningi undir tjaldsvæði í landi Klúku.
Fyrir liggja drög að lóðarleigusamningi við Klúkuveitingar ehf. vegna lóðar undir tjaldsvæði á Klúku. Leigugjald er 1% af fasteignamati lóðar og samningurinn er ótímabundinn, uppsegjanlegur með árs fyrirvara.
Sveitarstjórn samþykkir að áfram verði unnið að þessu máli í framhaldi af umræðum á fundinum.
12. Bréf frá Skeljungi hf. vegna framkvæmda
Skeljungur hf tilkynnir sveitarstjórn Kaldranananeshrepps með bréfi dags. 21. nóvember 2003 að þeir hyggist fara í framkvæmdir við breytingar á olíuafgreiðslu þeirri sem verið hefur í Kokkálsvíkurhöfn og er farið fram á að fyrirhugaðar framkvæmdir verði samþykktar.
Hafnarnefnd hefur tekið bréfið fyrir á fundi sínum þann 8. desember s.l og vísar afgreiðslu þessa máls til sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps.
Byggingarfulltrúi Kaldrananeshrepps hefur skoðað teikningar þær sem Skeljungur sendi með bréfinu til samþykktar. Þetta mál verður ekki tekið fyrir á fundi Skipulags- og byggingarnefndar fyrr en fullnægjandi teikningar liggja fyrir en innsendar teikningar fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru skv byggingarreglugerð.
Oddvita falið að skrifa Skeljungi að spyrjast fyrir um hvort félagið hyggist selja bæði bensín og diselolíu á Drangsnesi og í öðru lagi hvort að félagið hyggist selja olíu til bifreiða á hafnarsvæðinu í Kokkálsvík en alls staðar er umferð bifreiða takmörkuð inn á hafnarsvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir að láta mæla út lóð fyrir olíuafgreiðslu á hafnarsvæðinu í samráði við Siglingastofnun.
Lögmanni sveitarféagsins Jóni Sveinssyni hefur verið send fyrirspurn um hvort sveitarfélaginu er heimilt að veita leyfi til olíusölu á hafnarsvæðinu með skilyrðum um að þjónusta einnig bifreiðaeigendur í sveitarfélaginu.
Beðið er eftir svari frá lögmanni.
13. Bréf frá skólastjóra grunnsk. Drangsnesi um námsver.
Skólastjóri Drangsnesskóla Gunnar B. Melsted sækir um frjáframlag til Kaldrananeshrepps til að gera forkönnun á áhuga íbúa í hreppnum fyrir námsveri á Drangsnesi. Meðfylgjandi er greinargerð um málið. Fjárframlag sem sótt er um er kr. 50.000.- þ.e er til að koma málinu af stað. Kostaðaráætlun stofnkostnaðar hljóðar upp á samtals 1.500.000.- og rekstrarkostnaður á ári er áætlaður kr 352.000.-
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umbeðna fjárveitingu kr. 50.000.-
14. Bréf frá Staðardagsskrá 21
Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagsskrár 21 vill með bréfi þessu hvetja sveitarstjórnir í fámennum sveitarfélögum til að koma sér upp Staðardagsskrá 21.
Lagt fram til kynningar.
15. Bréf frá Umhverfisstofnun um skerta endurgreiðslu vegna refa og minkaveiða
Umhverfisstofnun skerðir endurgreiðslu v. refa og minkaveiða umtalsvert á yfirstandandi ári þar sem fjárveiting á fjálögum til þessa verkefnis dugar engan veginn til að mæta fjárþörfinni. Lækka þeir endurgreiðsluhlutfallið úr 50% í 30% vegna innsendra reikninga ársins 2003.
Oddvita falið að skrifa Umhverfisstofnun og mótmæla þessari skerðingu á endurgreiðslu eins og hún er framsett í bréfi Umhverfisstofnunar.
16. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita.
b. Ársreikningar Héraðsnefndar Strandasýslu 2003
c. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu 2003
d. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu 2003
e. Niðurstöður rannsókna á neysluvatnssýni
17. Bréf frá Guðmundi B. Magnússyni.
Í bréfi dags 10. desember 2003 til sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps óskar Guðmundur B. Magnússon oddviti eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Kaldrananeshrepps frá n.k áramótum að telja til loka kjörtímabilsins.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Guðmundi lausn frá störfum í sveitarstjórn frá áramótum.
Sveitarstjórn þakkar Guðmundi B. Magnússyni vel unnin störf fyrir íbúa Kaldrananeshrepps til margra ára en hann hefur verið oddviti Kaldrananeshrepps frá 1990.
Oddviti færði sveitarstjórnarmönnum þakkir fyrir gott samstarf að sveitarstjórnarmálum í Kaldrananeshreppi.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið kl.01.10