Sveitarstjórnarfundur 11. ágúst 2003

Mánudaginn 11. ágúst 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 12. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 7 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. júní s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Forkaupsréttartilboð í hlutabréf í Fiskvinnslunni Drangi ehf.
4. Álitsgerð Ben. Björnssonar, arkitekts v/ sundlaugar o.fl
5. Húsnæði leikskólans.
6. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
7. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita.
b. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
c. Ársreikningar Veiðifélags Bjarnarfjarðarár.
d. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins
e. Bréf frá Orkustofnun og ÍSOR

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir , Óskar Torfason og Guðbrandar Sverrissonar.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð hafnarnefndar frá 11. júlí
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð skólanefndar frá 9. júlí 2003
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

3. Forkaupsréttartilboð í hlutabréf í Fiskvinnslunni Drangi ehf.
Borist hefur tilboð um forkaupsrétt að hlutabréfum Byggðastofnunar í Fiskvinnslunni Drangi ehf. Kaldrananeshreppur á 19,7% hlutafjár og er kaupréttur að nafnverði kr. 695.368.- og að kaupverði kr. 834.441.- Gengi hlutabréfanna er 1,2
Óskar Torfason lýsti sig vanhæfan og vék af fundi.
Fram kom tillaga um að Kaldrananeshreppur nýti sér forkaupsrétt sinn að hlutabréfunum.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir með 3 atkvæðum að nýta sér forkaupsrétt að hlutabréfum í Fiskvinnslunni Drangi ehf.

3. Álitsgerð Benedikts Björnssonar, arkitekts v/ sundlaugar o.fl
Benedikt Björnsson arkitekt hefur unnið álitsgerð fyrir Kaldrananeshrepp annars vegar um staðarval vegna sundlaugar og hinsvegar staðarval fyrir þurrkunarhús fyrir sjávarafurðir.
Álitsgerðin rædd og ákveðið að kynna tillögurnar fyrir íbúunum.

4. Húsnæði leikskólans.
Þar sem íbúðarhúsið að Aðalbraut 8 er laust kom fram sú hugmynd að nýta húsnæðið fyrir dagvistun. Samþykkt að flytja dagvistina að Aðalbraut 8.

5. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
Íbúðalánasjóður hefur veitt Kaldrananeshreppi heimild til veitingar viðbótarlána. Lagt fram til kynningar.


6. Efni til kynningar.
a. Útsend bréf oddvita.
b. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
c. Ársreikningur Veiðifélags Bjarnarfjarðarár
d. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins
e. Bréf frá Orkustofnun og ÍSOR

Þar sem dagskrá fundarins var tæmd var fundargerð sem rituð hafði verið á tölvu og er á bls. 33 – 34 lesin upp og samþykkt og fundi slitið kl. 24:05