Sveitarstjórnarfundur 26. júní 2003

Fimmtudaginn 26. júní 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 11. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 14 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 10 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 28. maí s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Ársreikningur 2003, seinni umræða
4. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Bær 1.
5. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Brúará.
6. Styrkbeiðni frá bókaútgáfunni Hólum.
7. Beiðni um fjárframlag frá ATVEST.
8. Erindi frá Menntanmálaráðuneytinu um sjálfsmat skóla.
9. Oddvitakjör
10. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita.
b. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu.
c. Bréf frá FV um Fjórðungsþing.
d. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti um vatnsveitu
e. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti
f. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
g. Bréf frá Umboðmanni Alþingis
h. Fundargerð Heilbrigðisnefndar

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir og Óskar Torfason. Margrét Bjarnadóttir fyrsti varamaður mætir í stað Guðbrandar Sverrissonar.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 28. maí .s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
11. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð skólanefndar frá 13.júní 2003
a. liður fundargerðarinnar fjallar um umsókn Gunnars B. Melsted um skólastjórastöðu við Drangsnesskóla.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um ráðingu Gunnars sem skólastjóra. Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnar Melsted.
Fundargerðin að öðru leiti afgreidd athugasemdalaust.
12. Ársreikningur 2003, seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur ársreiknings eru þessar:
Skatttekjur 26.467.020.-
Framlög jöfnunarsjóðs 12.438.452.-
Aðrar tekjur málaflokka 4.213.634.-

Helstu rekstrarniðurstöður málaflokka eru þessar.

Félagsþjónusta 2,300.979.-
Fræðslu og uppeldismál 29.428.102.-
Menningarmál 959.951.-
Æskulýðs og íþróttamál 1.179.996.-
Brunamál og almannavarnir 965.270.-
Hreinlætismál 378.715.-
Skipulags- og byggingarmál 321.019.-
Umferða og samgöngumál 306.339.-
Umhverfismál 1.321.779.-
Atvinnumál 93.310.-
Sameiginlegur kostnaður 5.124.600.-
Fjármagns-og söluhagnaður 18.960.183.-

Aðrir sjóðir í A hluta.
Eignasjóður rekstrarkostn 1.008.713.-

Sjóðir í B hluta
Hafnarsjóður rekstrarkostn 3.538.080.-
Vatnsveita rekstrarkostn 270.468.-
Hitaveita rekstrarhagnaður 563.000.-

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan ársreikning vegna ársins 2002 og undirritaði hann.

13. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Bær 1.
Fyrir fundi liggur bindandi kauptilboð að jörðinni Bær 1. Kaldrananeshreppi býðst að njóta forkaupsréttar að jörðinni Bæ 1. Seljandi er Ingólfur Andrésson og kaupendur eru Jón Magnússon og Auður Höskuldsdóttir Drangsnesi. Kaupverð er 19.200.000.-
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hafnar boði um að nýta forkaupsrétt sinn að jörðinni Bæ 1 og samþykkir aðilaskipti þessi.

14. Forkaupsréttartilboð að jörðinni Brúará.
Fyrir liggur kaupsamningur að jörðinni Brúará. Kaldrananeshreppi býðst að njóta forkaupsréttar að jörðinni Brúará. Seljendur eru Hermann Jónsson, Reykjavík og Ragna Guðmundsdóttir, Ásmundarnesi. Kaupandi er Lárus Jóhannsson og Hildur Valsdóttir, Reykjavík. Kaupverð er kr. 5.000.000.-
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hafnar boði um að nýta forkaupsrétt sinn að jörðinni Brúará og samþykkir þessi aðilaskipti.

15. Styrkbeiðni frá Bókaútgáfunni Hólum.
Bókaútgáfan Hólar óskar eftir styrk frá Kaldrananeshreppi vegna útgáfu kennslubókarinna Allir geta eitthvað, enginn getur allt eftir Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi fræðslufulltrúa Alþjóðahússins.
Sveitarstjórn hafnar umræddri styrkbeiðni.

16. Beiðni um fjárframlag frá ATVEST.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar til sveitarfélaga á Vestfjörðum um fjárstuðning vegna útlagðs kostnaðar við útgáfu upplýsingar og kynningarefnis og kynningar á Vestfirskri ferðaþjónustu. Meðfylgjandi er reikningur kr. 10.000.-
Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni ATVEST um fjárstyrk.

17. Erindi frá Menntamálaráðuneyti um sjálfsmat skóla.
Menntanmálaráðuneyti kynnir í erindi sínu niðurstöðu úttektar á sjálfsmatsaðferðum Drangsnesskóla sem gerðar voru árið 2003.
Meginniðurstaða úttektarinnar er að sjálfsmatsaðferðir skólans teljist ófullnægjandi. Undirbúningur skólans er á byrjunarstigi.
Sveitarstjórn taldi þetta mál á góðum rekspöl þar sem að sögn skólastjóra hefur verið unnið í sjálfsmati skólans í tvo vetur af skólastjóra og a.m.k einum af kennurum skólans þó nokkrar stundir á viku báða veturna.
Sveitarstjórn samþykkir að fela nýráðnum skólastjóra að vinna að úrbótum á málinu eftir því sem við á.

18. Oddvitakjör.
Samkvæmt 2. mgr. 14 gr. Sveitarstjórnarlaga varir kjörtímabil oddvita og varaoddvita í eitt ár. Samkvæmt því skal ganga til kosninga um þessi embætti árlega og var oddviti kosinn Guðmundur B. Magnússon og varaoddviti Jenný Jensdóttir

19. Efni til kynningar.
i. Útsend bréf oddvita.
ii. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu.
iii. Bréf frá FV um Fjórðungsþing.
iv. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti um vatnsveitu
v. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti
vi. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
vii. Bréf frá Umboðmanni Alþingis
viii. Fundargerð Heilbrigðisnefndar

20. Nýju hafnalögin:
Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka á dagskrá Hafnalögin nr. 63/2003 sem taka gildi þann 1. júlí n.k
Sveitarstjórn samþykkir afbrigði.
Oddviti leggur til að að rekstrarformi hafnarinnar verði breytt í samræmi við ný hafnalög og reksrarformið verði “Höfn með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags,, Tillagan samþykkt samhljóða.

Þar sem dagskrá fundarins var tæmd var fundargerð sem rituð hafði verið á tölvu lesin upp og samþykkt og fundi slitið kl. 17.30