Sveitarstjórnarfundur 28. maí 2003

Mánudaginn 28. maí 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 10. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 14 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 28. apríl s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Bréf frá Vegagerðinni
4. Bréf frá Kvenfélaginu Snót.
5. Bréf frá Skeljungi hf.
6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
7. Bréf frá eigendum Svanshóls.
8. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu
9. Styrkbeiðni frá Saman- hópnum
10. Umsögn um stjórnsýslukæru á Hólmavíkurhrepp.
11. Slitlagsframkvæmdir á Drangsnesi
12. Tjaldstæði á Laugarhóli.
13. Ársreikningur 2003, fyrri umræða
14. Efni til kynningar:
a. Útsend bréf oddvita.


Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 28. apríl .s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

1. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 27. maí 2003
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

2. Bréf frá Vegagerðinni
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur borist svar frá Vegagerðinni við bréfi sem oddviti, Guðmundur B. Magnússon skrifaði Samgönguráðuneyti í framhaldi af umræðum á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl s.l
Meðfylgjandi er umsögn Gísla Eiríkssonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Ísafirði vegna bréfs oddvita frá 4. maí s.l
Oddvita falið að skrifa nýkjörnum þingmönnum kjördæmisins og ítreka óskir okkar um vegabætur í Bjarnarfirði.

4. Bréf frá Kvenfélaginu Snót.
Borist hefur bréf frá kvenfélaginu Snót með óskum um úrbætur á nokkrum atriðum sem félagskonum finnst að betur megi fara.
1. Gróðurhús við skólann.
2. Skólalóð fyrir utan leikskólann.
3. Ræsi fyrir innan Drang ehf.
4. Dammurinn.
Vonast kvenfélagskonur til að tillögum þeirra verði vel tekið og að þeim verði hrint í framkvæmd sem fyrst.
Oddvita falið að svara bréfi Kvenfélagsins Snótar

5. Bréf frá Skeljungi hf.
Borist hefur bréf frá Skeljungi hf. vegna starfsemi Skeljungs hf á Drangsnesi. Þar kemur fram að Skeljungur hf. hefur hug á að endurnýja dælubúnað á höfninni á Drangsnesi og setja þar upp sjálfsala fyrir gasolíu en jafnframt ætla þeir að fjarlægja tanka og dælur til bensínafgreiðslu af staðnum.

Í ljósi þessara tíðinda er oddvita falið að skrifa Skeljungi hf. bréf og óska eftir því að þeir héldu áfram starfsemi hér á Drangsnesi þar til mál skýrðust varðandi framhaldið.

6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
Fjórðungsamband Vestfirðinga skrifar bréf vegna fyrirhugaðra samninga við Félagsmálaráðuneytið um hugsanlega yfirtöku sveitarfélaga á Vestfjörðum á málefnum fatlaðra með þjónustusamningi við ráðuneytið.
Lagt fram til kynningar.

7. Bréf frá eigendum Svanshóls.
Eigendur Svanshóls óska eftir umsögn sveitarstjórnar um uppsetningu girðingar meðfram þjóðvegi 643 Strandavegi , í samræmi við 37. grein vegalaga nr. 45/1994 og 1. grein vegalaga nr. 56/1995.
Í öðru lagi benda þau á að skv. 5 grein girðingarlaga nr. 135/2001 beri Kaldrananeshreppi sem eiganda jarðarinnar Klúku að greiða að jöfnu girðingar á landamerkjum jarðanna Klúku og Svanshóls.
Girðing á landamerkjum er bæði dýr og erfið í viðhaldi og koma þau með þá hugmynd að sveitarfélagið samþykki að girt verði áfram meðfram vegi að girðingu umhverfis mannvirkin á Klúku og síðan frá túngirðingunni að utanverðu og á brún Halladalsárgljúfra nokkru neðar en áður var gert.
Einnig hvetja þau Kaldrananeshrepp til að sækja um aðild að umræddu skógræktarverkefni fyrir jörðina Klúku.

Sveitarstjórn leggst ekki gegn uppsetningu umræddrar girðingar á Svanshóli. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir framkomna hugmynd landeigenda Svanshóls að griðingarstæði.
Oddvita falið að afla frekari upplýsinga um hugsanlega þátttöku Kaldrananeshrepps í skógræktarverkefninu “Skjólskógar Vestfjarða”

8. Styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara Strandasýslu
Félag eldri borgara þakkar fjárhagslegan stuðning á liðnum árum og fer jafnframt fram á styrk vegna starfsemi sinnar í sumar.
Samþykkt samhljóða að veita Félagi eldri-borgara Strandasýslu 30.000.- krónur í styrk.

9. Styrkbeiðni frá saman-hópnum.
Forvarnarstarf saman-hópsins leitar eftir fjárstyrk til starfssemi sinnar.
Samþykkt samhljóða að hafna umbeðinni beiðni.

10. Umsögn um stjórnsýslukæru á Hólmavíkurhrepp.
Félagsmálaráðuneytið fer fram á umsögn Kaldrananeshrepps um stjórnssýslukæru Snævars Guðmundssonar Melgraseyri á Hólmavíkurhrepp.
Bréfið er dagsett 2. maí og hefur oddviti svarað bréfinu í samráði við sveitarstjórnarmenn og liggur umsögnin frammi á fundinum.

11. Slitlagsframkvæmdir á Drangsnesi.
Við nánari athugun á slitlagi á götum á Drangsnesi kemur til álita að láta leggja yfir slitlagið á Holtagötu og Kvíabala í sumar ásamt Grundargötu, sem ákveðið er að leggja á, þegar slitlagsflokkur vegagerðarinnar verður á ferðinni í sumar. Áætlaður kostnaður vegna Holtagötu og Kvíabala er um 620.000
Samþykkt samhljóða að fá einfalda yfirlögn á þessar götur.

12. Tjaldstæði á Laugarhóli
Matthías Jóhannson á Laugarhóli hefur lýst áhuga á að útbúa tjaldstæði við hótelið. Hann falast eftir lóð undir tjaldstæði úr landi Klúku einnig að sveitarfélagið kaupi af honum framkvæmdirnar þegar hann hættir rekstri þar.
Sveitarstjórn samþykkir að láta lóð undir tjaldstæði en er ekki tilbúin að gangast undir það að þurfa að kaupa framkvæmdirnar af honum þegar hann hættir rekstri.
Samþykkt að styrkja Matthías um 50.000 kr til flytja rotþróna á nýtt tjaldstæði og verður styrkurinn greiddur út að afloknum framkvæmdum.

13. Ársreikningur 2003, fyrri umræða.
Ársreikningur 2003 lagður fram til fyrri umræði. Afgreiddur til síðari umræðu.

14. Efni til kynningar
a. Útsend bréf oddvita.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 24