Sveitarstjórnarfundur 28. apríl 2003

Mánudaginn 28. apríl 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 9. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 8 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 3. apríl s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 10. maí
4. Slitlagslögn á Grundargötu.
5. Bréf frá Hólmavíkurhreppi um deiliskipulag.
6. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi.
7. Álit Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi tveggja sveitarstjórnarmanna.
8. Efni til kynningar:
a. Ályktanir 63. fulltrúaráðsfundar Samb.ísl.sveitarfélaga.
b. Áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsj. sveitarfélaga 2003
c. Lóðarsamningar.
d. Starfslokasamningur.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka umfjöllun um vegamál á dagskrá sem dagskrárlið nr. 8
Afbrigði samþykkt samhljóða.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 3. apríl .s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð skólanefndar Drangsnesskóla frá 9. apríl 2003
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

3. Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 10. maí 2003.
Kjörskrá lögð fram og yfirlesin.
Oddvita failið að undirrita kjörskrána og auglýsa að hún liggi frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

4. Slitlagslögn á Grundargötu.
Ástand slitlags á Grundargötu er orðin mjög slæmt. Ráðgert er að Vegagerðin muni leggja yfir slitlagið á þjóðveginum í gegn um Drangsnes í sumar. Sveitarstjórn samþykkir að fara fram á það við vegagerðina að leggja slitlag á Grundargötuna um leið og sú framkvæmd fer fram. Kostnaður er áætlaður á bilinu 500 – 700 þúsund.

5. Bréf frá Hólmavíkurhreppi um deiliskipulag.
Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps auglýsir til Kaldrananeshrepps nýtt deiliskipulag vegna lagfæringa á Hólmavíkurvegi ásamt vegtengingum að húsagötum og þjónustulóðum.
Lagt fram til kynningar.

6. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum.
Styrkbeiðninni hafnað samhljóða.

7. Álit Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi tveggja sveitarstjórnarmanna.
Oddviti Kaldrananeshrepps telur að álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3521/2002 eigi við um kæru Guðjóns Vilhjálmssonar vegna afgreiðslu Félagsmálaráðuneytisins á stjórnsýslukæru G. V um meint vanhæfi sveitarstjórnarmanna Kaldrananeshrepps til að fjalla um bréf G. V til sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps um skiptingu byggðakvóta Byggðastofnunar.
Umboðsmaður Alþingis telur í áliti sínu að sveitarstjórnarmennirnir Guðmundur B. Magnússon og Guðbrandur Sverrisson hafi verið vanhæfir til að fjalla um erindi G.V vegna byggðakvóta vegna stjórnarsetu í Fiskvinnslunni Drangi ehf. Óskar Torfason hafði við afgreiðslu málsins lýst sig vanhæfan og vikið af fundi.
Beindi Umboðsmaður þeim tilmælum til félagsmálaráðuneytisins að það tæki málið til meðferðar að nýju kæmi fram beiðni um það frá G.V og tæki þá mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.
Af þessu tilefni lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu.

Að fengnu áliti Umboðsmanns Alþingis um hæfi oddvita Kaldrananeshrepps til að fjalla um erindi Guðjóns Vilhjálmssonar um breytta skiptingu við úthlutun byggðakvóta er það tillaga hans að varaoddvita Jennýju Jensdóttur verði falin forysta við umfjöllun málsins f.h sveitarfélagsins.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Vegamál.
Sveitarstjórn ræddi slæmt ástand vega í Bjarnarfirði og var oddvita falið að rita Vegagerðinni bréf í samræmi við umræðu á fundinum.

9. Efni til kynningar
a. Ályktanir 63. fulltrúaráðsfudar Samb.isl. sveitarfélaga.
b. Áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsj.sveitarfél.2003
c. Lóðarsamningar
d. Starfslokasamningur.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl 23.30