Sveitarstjórnarfundur 3.apríl 2003

Fimmtudaginn 3. apríl 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 8. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 10 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 17.febrúar s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Þriggja ára áætlun – seinni umræða.
4. Nýtt form fjárhagsáætlunar.
5. Sala hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Drangsness ehf.
6. Framkvæmdaleyfi vegna vegaframkvæmda á Bölum.
7. Bréf frá FV, um málefni fatlaðra.
8. Bréf frá Auði Höskuldsdóttur um róluvöll
9. Umsögn um frumvörp til ábúða- og jarðalaga.
10. Efni til kynningar.


Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1.Fundargerð sveitarstjórnar frá 17. feb.s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2.Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð Hafnarnefndar frá 5. mars s.l
Í tilefni af öðrum lið fundargerðar hafnarnefndar urðu umræður um olíu- og bensín afgreiðslu á Drangsnesi og var oddvita falið að skrifa Skeljungi hf og fara fram á tafarlausar úrbætur í þessum málum. Fundargerðin afgreidd af öðru leiti athugasemdalaust.

3.Þriggja ára áætlun – seinni umræða.
Þriggja ára áætlun Kaldrananeshrepps 2003 til 2005. Áætlunin samþykkt samhljóða.

4. Nýtt form fjárhagsáætlunar.
Félagsmálaráðuneytið hefur sett nýjar reglur um frágang fjárhagsáætlunar og skal sveitarstjórn skila áætlun á þessu formi. Fjárhagsáætlunin hefur verið endurunnin af KPMG og sett upp á þessu nýja formi. Fjárhagsáætlunin á hinu nýja formi lögð fram til kynningar.

5. Sala hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Drangsness ehf.
Hlutafé Kaldrananeshrepps í HDD er að nafnverði 80.000.-
Hraðfrystihús Drangsness ehf kaupir hlut Kaldrananeshrepps, sem er 10% af hlutafé HDD á kr. 7.000.000.- Kaupverðið greiðir HDD með afsali á 7.000.000.- króna hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Glámu ehf
Miðað er við að salan fari fram 28.12.2002
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga að þessu kauptilboði.

6. Framkvæmdaleyfi vegna vegaframkvæmda á Bölum
Vegagerðin fyrirhugar að vinna að endurbótum á 5 km kafla á Strandavegi frá Deild utan Ásmundarness og um 1 km norður fyrir Brúará þar sem kallað er Illaholt.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir þessari framkvæmd.

7. Bréf frá FV, um málefni fatlaðra.
Á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga 7. febrúar s.l var lagt fyrir erindi frá Laufey Jónsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum þar sem hún reifar þann möguleika að sveitarfélögin á Vestfjörðum yfirtaki málefni fatlaðra frá ríkinu með svipuðum hætti og gert er á Norðulandi- vestra.
Stjórn FV leitar eftir vilja sveitarfélaga á Vestfjörðum til þess að þessi hugmynd verði könnuð til hlítar.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps leggst ekki gegn því að þetta verði kannað.

8. Bréf frá Auði Höskuldsdóttur um róluvöll .
Auður Höskuldsdóttir forstöðumaður dagvistar á Drangsnesi
skrifar sveitarstjórn og kynnir hugmyndir sínar um færslu á róluvellinum innfyrir skólahúsnæðið ásamt tilboði í leiktæki sem borist hefur.
Sveitarstjórn lýst vel á þessar hugmyndir og samþykkir að kanna möguleikann á að koma þessum hugmyndum í framkvæmd sem fyrst.

9. Umsögn um frumvörp til ábúða- og jarðalaga.
Landbúnaðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvörp til ábúðarlaga og jarðalaga. Lagt fram til kynningar.

10. Efni til kynningar:
a. Ný reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
b. Bréf frá Íslandsgistingu
c. Bréf frá Úrvinnslusjóði
d. Umsókn úr Pokasjóði til Skarðsréttar
e. Landbúnaðarráðuneyti- búfjáreftirlit.
f. Fjárveitingar í Drangsnesveg skv. Vegaáætlun 2003-2006

Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl 23.40