Sveitarstjórnarfundur 17. febrúar 2003

Mánudaginn 17. febrúar 2003 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman á 7. fundi kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 11 liðum .
Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 11.des. s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu.
4. Fjárhagsáætlun 2003, seinni umræða.
5. Þriggja ára áætlun, fyrri umræða.
6. Gjaldskrárbreyting Hitaveitu Drangsness – seinni umræða.
7. Hafnarframkvæmdir 2003
8. Styrkbeiðni nemenda Drangsnesskóla vegna Danmerkurferðar.
9. Bréf frá Vegagerðinni.
10. Bréf frá F.V vegna svæðisskipulags.
11. Efni til kynningar.

Eftirtaldir sve sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.

Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 11. des. S.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá siðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
a. Fundargerð skólanefndar Drangsnesskóla frá 18. desember 2002
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

3. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu.
Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu ehf.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

4. Fjárhagsáætlun 2003, seinni umræða.
Oddviti lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 .
Helstu niðurstöðutölur eru þessar:
Heildartekjur eru áætlaðar kr. 33.000.000.-
Þ.e útsvar kr. 20.000.000.-
Jöfnunarsjóður kr. 13.000.000.-

Helstu gjaldaliðir eru þessir:
1. Yfirstjórn sveitarfélagsins 6.000.000.-
2. Félgsmál 4.600.000.-
3. Heilbrigðismál 1.820.000.-
4. Fræðslumál 24.760.000,-
5. Menningarmál 720.000.-
6. Æskulýðs- og íþróttamál 1.110.000.-
7. Brunamál og almannavarnir 715.000.-
8. Hreinlætismál 745.000.-
9. Skipulags- og byggingarmál 300.000.-
10. Götur, holræsi og umferðarmál 1.600.000.-
11. Almenningsgarðar og útivist 610.000.-
13. Útgjöld til atvinnuvega 945.000.-
15. Önnur mál 100.000.-
16. Rekstur fasteigna Tekjur 470.000.-
21. Hafnarsjóður Tekjur 1.500.000.-
22. Vatnsveita Tekjur 550.000.-
18. Hitaveita Tekjur 1.900.000.-
28. Fjármuna – tekjur/ gjöld 2.200.000.-

Afborganir lána 1.830.000.-

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

5. Þriggja ára áætlun, fyrri umræða.
Þriggja ára áætlun lögð fram til fyrri umræðu og afgreidd til síðari umræðu.

6. Gjaldskrárbreyting Hitaveitu Drangsness – seinni umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að hækka þjónustugjöld Hitaveitunnar. Gjald fyrir hvern rúmmetra vatns verði kr 43 og fastagjald fyrir mæli verði kr. 22 á dag

7. Hafnarframkvæmdir 2003
Á fjárlögum ársins 2003 eru veittar 3.1 milljón til nýframkvæmda við flotbryggju í Kokkálsvík. Eins eru á fjárlögum kr. 1.9 milljónir til uppgjörs vegna framkvæmda ársins 2002.
Sveitarstjórn vísar þessu máli til hafnarnefndar til umfjöllunar.

8. Styrkbeiðni nemenda Drangsnesskóla vegna Danmerkurferðar.
Óskað er eftir 75.000.- í ferðastyrk fyrir umsjónarkennara með börnunum í skólaferð til Danmerkur næsta haust.
Samþykkt samhljóða að verða við þessari beiðni.

9. Bréf frá Vegagerðinni.
Borist hefur svar frá Vegagerðinni vegna óskar sveitarstjórnar um fjölgun snjómokstursdaga á Drangsnesvegi.
Beiðni sveitarstjórnar er hafnað.

10. Bréf frá F.V vegna svæðisskipulags.
Stjórn F.V vill með þessu bréfi kanna hug sveitarstjórnarmanna til þess að ráðist verði í gerð sameiginlegs svæðisskipulgs fyrir alla Vestfirði.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en vill gjarnan fylgjast með framgangi málsins.
11. Efni til kynningar:
a. Bréf frá Menntamálráðuneyti um fyrirhugaða úttekt á sjálfsmatsaðferðum Drangsnesskóla.

Oddviti leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá. Afbrigði samþykkt.

12. Samgöngumál.
Sveitartjórn samþykkir að fela oddvita að skrifa þingmönnum kjördæmisins og yfirmönnum vegamála í tilefni af auknum framlögum til vegamála og minna á vegabætur á Drangsnesvegi.

Fleira ekki fyrir tekið.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl 24.30