Sveitarstjórnarfundur 11. desember 2002
- Details
- Miðvikudagur, 11 desember 2002 21:00
Miðvikudaginn 11. desember 2002 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 6. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Oddviti Guðmundur B. Magnússon setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 8 liðum. Svohljóðandi:
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 13. nóv. s.l
2. Fundargerðir nefnda.
3. Tekjustofnar sveitarfélgsins 2003.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2002.
5. Fjárhagsáætlun 2003, fyrri umræða.
6. Gjaldskrárbreyting Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða.
7. Fjárbeiðni frá Stígamótum.
8. Til kynningar:
a) Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu
b) Rafrænt samfélag.
c) Samkomulag ríkis og sveitarfélaga.
d) Tilkynning um heyflutning.
e) Samþykktir 47. Fjórðungsþings Vestfirðinga
Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon, Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.
Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.
Var þá gengið til dagskrár:
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 13.nóv. s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
3. Fundargerðir nefnda:
a. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 28. nóv. S.l
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerðir skólanefndar frá 25.10 s.l og 11.12.02
Fundargerðirnar afgreiddar athugasemdalaust.
4. Tekjustofnar sveitarfélagsins 2003:
Oddviti lagði fram tillögu að nýtingu tekjustofna árið 2003:
1.Útsvar: 13.03%
2.Fasteignaskattur:
a. Íbúðarhús, 0,36% af fasteignamati.
b. Aðrar fasteignir, 1% af fasteignamati.
Fasteignaskattur aldraðra, 70 ára og eldri sem búa í eigin húsnæði, verði felldur niður.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 talsins; 1. febr., 1.,apríl., 1., júní., 1 ágúst og 1., október. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga, en dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga.
3.Lóðarleiga Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóðar .
4.Vatnsgjald: Vatnsgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
5.Sorpgjald: Sorpgjald verði í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
Framlögð: Tillaga um nýtingu tekjustofna samþykkt samhljóða.
5. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2002:
Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun yfirstandandi árs þar sem felldar hafa verið inn í áætlunina þær samþykktir sem hafa verið gerðar á yfirstandandi ári eftir að gerð fjárhagsáætlunar lauk.
6. Fjárhagsáætlun 2003, fyrri umræða:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 lögð fram til fyrri umræðu og afgreidd til síðari umræðu.
7. Gjaldskrárbreyting Hitaveitu Drangsness – fyrri umræða:
Gjaldskrárbreyting afgreidd til síðari umræðu.
8. Fjárbeiðni frá Stígamótum:
Borist hefur bréf frá Stígamótum með beiðni um fjárstuðning.
Fjárbeiðninni hafnað.
9. Til kynningar:
Eftirtalin mál voru lögð fram til kynningar:
a.Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu
b.Rafrænt samfélag.
c.Samkomulag ríkis og sveitarfélaga í fjármálum.
d.Tilkynning um heyflutning.
e. Samþykktir 47. Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.21.50