Sveitarstjórnarfundur 08. október 2002

Þriðjudaginn 8. október 2002 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 4. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti Guðmundur B. Magnússon setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 12 liðum. Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 21. ágúst s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Tölvuskráning fundargerða.
4. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
5. Bréf frá Nýsi hf. Um úthlutun byggðakvóta.
6. Styrkbeiðni frá Sögu bílsins.
7. Styrkbeiðni frá Forvarnarverkefni námsmanna Íslandi.
8. Bréf frá Jafnréttisstofu.
9. Skýrsla frá Vinnueftirlitinu
10. Greinargerð KLB um Grunnskólann og tölvumál.
11. “Heitu pottarnir”
12. Til kynningar:
a. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga
b. Kjarakönnun SÍS
c. Bréf frá umferðarfulltrúa Vestfjarða
d. Bréf frá Orkubúi Vestfjarða
e. Fundargerð Heilvrigðisnefndar vestfjarða
f. Bréf frá Íþrótta og ólympíusambandi Íslands
g. Bréf frá Starfsmannafélagi Orkubús Vestfjarða
h. Aðalfundur Laugarhóls ehf
i. Aðalfundarboð Sorpsamlags Strandasýslu.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon ,Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.
Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 21. ágúst s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.
a.Fundargerð Félagsmálanefndar frá 28.8.2002.
Fundargerðin sem er í 4 liðum afgreidd athugasemdalaust.
b. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 16. 9.2002.
Fundargerðin sem er í 2 liðum afgreidd athugasemdalaust.

c.Fundargerð Fjallskilanefndar frá 6.9.2002
Fundargerðin sem er í 3 liðum afgreidd athugasemdalaust.


3. Tölvuskráning fundargerða:
Oddviti lagði fram tillögu um að fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps verði framvegis skráðar í tölvu og miðist tölvuskráning þeirra við upphaf yfirstandandi kjörtímabils.
Tillagan samþykkt samhljóða.


4. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu:
Landbúnaðarráðherra skipaði nú nýverið nefnd til að semja reglugerð um starfssvæði búfjáreftirlits og framkvæmd þess eins og gert er ráð fyrir í lögum nr. 103/2002 . Meðal markmiða laganna er að fækka búfjáreftirlitssvæðum landsins og fylgja bréfinu tillögur nefndarinnar um skiptingu landsins í búfjáreftirlitssvæði.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps gerir ekki athugasemdir við þessi drög að skiptingu landsins í búfjáreftirlitssvæði en þar er gert ráð fyrir að Strandasýsla verði eitt búfjáreftirlitssvæði.


5. Bréf frá Nýsi hf. Um úthlutun byggðakvóta:
Nýsir hf fer þess á leit við Kaldrananeshrepp, sbr 6. gr. fyrrgreinds samnings, að hann láti í ljós álit sitt á því hvort skilyrði samninga hafi verið efnd á síðasta fiskveiðiári og hvort forsendur séu fyrir því að úthluta aftur á grundvelli hans til sömu aðila.
Óskar Torfason lýsti sig vanhæfan og vék af fundi.
Það er álit sveitarstjórnar að skilyrði samningsins hafi verið efnd varðandi síðasta fiskveiðiár. Sveitarstjórnin mælir með því að úthlutun byggðakvóta til þeirra tveggja fiskvinnslufyrirtækja sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári verði eins. Til Fiskvinnslunnar Drangs ehf 86 % og Fiskverkunar Guðjóns Vilhjálmssonar 14%. En leitað verði eftir tillögum frá fyrirtækjunum um skiptingu kvótans á báta.


6. Styrkbeiðni frá Sögu bílsins:
Til stendur í tilefni 100 ára sögu bílsins á Íslandi að gefa út bók um sögu bílsins þessi 100 ár og er með bréfi þessu farið fram á fjárstyrk til ritunar.
Sveitarstjórn hafnar þessari beiðni um fjárstyrk.


7. Styrkbeiðni frá Forvarnarverkefni námsmanna á Íslandi:
Námsmannahreyfingar á Íslandi ætla að sameinast í því að gefa út bækling um þær hættur og sjúkdóma sem steðja að ungu fólki í nútímasamfélagi.
Er í bréfinu boðin styrtarlína kr.10.000.-
Sveitarstjórn hafnar þessari beiðni um fjárstyrk.


8. Bréf frá Jafnréttisstofu:
Jafnréttistofa býður nýskipuðum jafnréttisnefndum sveitarfélaga upp á námskeið um jafnréttisstarf sveitarfélaga á Ísafirði 21.október n.k

9. Skýrsla frá Vinnueftirlitinu:
Borist hefur eftirlitsskýrsla v. Grunnskólans á Drangsnesi frá vinnueftirliti dags. 26.9.2002 Skýrslan er í 10 liðum og gefinn frestur til 15.nóv n.k að uppfylla þau.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

10. Greinargerð KLB: um Grunnskólann og tölvumál:
Kristrún L.Birgisdóttir vann í sumar fyrir sveitarfélagið úttekt á kennslumagni og stöðugildum í Grunnskólanum á Drangsnesi ásamt því að setja fram hugmyndir um breytt fyrirkomulag sem fyrst og fremst felur í sér að kennt verði í tveimur samkennsluhópum í stað þriggja eins og nú er.
Samþykkt að óska eftir því við skólastjóra og skólanefnd að taka greinargerðina til umfjöllunar og sérstaklega verði óskað eftir áliti á hugmyndum Kristrúnar um að kennt verði í tveimur samkennsluhópum. Æskilegt er að skólanefnd og skólastjóri skili álitum sínum til sveitarstjórnar fyrir áramót þannig að nokkur tími verði til að undirbúa breytingar ef af þeim yrði.

Tölvumál: Stefnt skal að því að kaupa skjávarpa í skólann og kannaðir möguleikar á kaupum á fistölvum.

11. Heitu pottarnir: Þegar grjótgarðurinn var hlaðinn breyttist aðstaðan við heitu pottana í fjörunni á Drangsnesi. Þeir voru teknir í burtu og settir til bráðabrigða í vegkantinn. Samþykkt að setja upp nýja potta í grjótgarðinn og ganga vel frá þeim. Áætlaður kostnaður er kr. 1.200.000.-


12. Bréf til kynningar:
a. Bréf frá Fjórungssambandi Vestfirðinga.
b. Kjarakönnun SíS
c. Bréf frá umferðarfulltrúa Vestfjarða
d. Bréf frá Orkubúi Vestfjarða
e. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 13.september s.l
f. Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands
g. Bréf frá SOV
h. Aðalfundur Laugarhóls ehf
i. Aðalfundarboð Sorpsamlags Strandasýslu.

13. Aukinn snjómokstur:
Samþykkt að fara fram á það við Samgöngumráðherra og yfirvöld vegamála að snómokstur á Drangsnesvegi verði a.m.k 6 daga vikunnar.


Fleira ekki tekið fyrir

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 24