Sveitarstjórnarfundur 21. ágúst 2002

Miðvikudaginn 21. ágúst 2002 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 3. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti Guðmundur B. Magnússon setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá í 9 liðum. Svohljóðandi:

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 3.júlí s.l
2. Fundargerðir nefnda
3. Kaupsamningur vegna Aðalbrautar 8.
4. Samningur við Vegagerðina um veghald.
5. Fjórðungsþing Vestfirðinga.
6. Bréf frá eigendum Sunnudals.
7. Samningur um ábúðarlok á Klúku
8. Bréf frá Sorpsamlagi Strandasýslu.
9. Tillaga að byggingabréfi v.Klúku

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon ,Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.
Fundargerð ritar Jenný Jensdóttir.

Oddviti leitaði afbrigða frá boðaðri dagskrá.
10. Fjárbeiðni frá aðilum sem eru að rita sögu smábátaútgerðar á Íslandi.
11. Styrkbeiðni frá félagi eldri borgara í Strandasýslu.
12. Dagskrá kvöldfundar um skólamál
13. Fundarboð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða

Afbrigði frá samþykktri dagskrá samþykkt samhljóða.

Var þá gengið til dagskrár.

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 3. júlí s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

2. Fundargerðir nefnda.

  1. Fundargerð skólanefndar frá 9.júlí 2002. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust
  2. Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 25.júlí s.l. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

3. Kaupsamningur vegna Aðalbrautar 8.
Kaupsamningur vegna kaupa Kaldrananeshrepps á húseigninni Aðalbraut 8 Drangsnesi. Samkvæmt honum kaupir Kaldrananeshreppur húseignina af Jóni Ólafssyni á kr. 1.750.000.- sem greiðist þannig. Ein milljón við undirskrift og 750.000 greiðast þann 1. ágúst 2003
Samþykkt með 4 greiddum atkvæðum . Einn sat hjá.

4. Samningur við Vegagerðina um veghald.
Fyrir liggur samningur Vegagerðarinnar og Kaldrananeshrepps um veghald á Drangsnesvegi nr. 645 um Drangsnes á 0,75 km löngum kafla.
Samningurinn borinn upp og samþykktur.

5. Fjórðungsþing Vestfirðinga.
Fjórðungsþing Vestfirðinga verður haldið í Bolungarvík 30. og 31. ágúst n.k. Kjörbréf v sveitarstjórnarmanna í Kaldrananeshreppi hefur verið sent sambandinu.

6. Bréf frá eigendum Sunnudals.
Ragnar Ölver Ragnarsson og Sunna Vermundsdóttir hafa fyrir hönd eigenda Sunnudals ritað sveitarstjórn Kaldrananeshrepps bréf þar sem þau fara þess á leit við Kaldrananeshrepp að lagfærður verði vegur í landi Skarðs sem liggur að Sunnudal.
Oddvita falið að skrifa bréfriturum og tjá þeim að Kaldrananeshreppur hafi ekki í hyggju neinar vegabætur í landi Skarðs.

7. Samningur um ábúðarlok á Klúku.
Kaldrananeshreppur og Pálmi Sigurðsson Klúku hafa gert með sér samkomulag um lok ábúðar, fjárhagslegt fullnaðaruppgjör og frágang jarðarinnar Klúku vegna ábúðarloka Pálma á jörðinni.
Endanleg viðmiðunarfjárhæð miðað við matsgerð úttektarmanna og með hækkun byggingarvísitölu frá matsdegi að undirskrift samnings á heildareign Pálma Sigurssonar þ.e íbúðarhús, loðdýrahús, ræktun og heitavatnslögn er kr. 9.226.150.-
Áhvílandi veðskuldir sem Kaldrananeshreppur yfirtekur við samninginn eru kr. 6.010.823.- Kaldrananeshreppur greiðir Pálma Sigurðssyni mismuninn að frádregnum helmings kostnaði við matsgerð úttektarmanna alls kr. 3.129.596.- Vísað er til 6. gr samkomulagsins um skil á íbúðarhúsinu Klúku.
Samningurinn borinn upp og samþykktur.

Húsaleigusamningur Pálma Sigurðssonar og Kaldrananeshrepps vegna íbúðarhússins Klúku hefur verið undirritaður og er hér lagður fram til kynningar.

8. Bréf frá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Borist hefur bréf frá Sorpsamlagi Strandasýslu þar sem leitað er eftir áliti og samþykkis sveitarfélaganna til kaupa á nýrri sorpbifreið og hugmyndum um fjármögnun.
Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps vill að kannaður verði sá möguleiki að gera við bifreið sorpsamlagsins og ákvörðunum um kaup á nýrri bifreið frestað.

9. Tillaga að bygginabréfi v.Klúku:
Oddviti lagði fram tillögu að byggingabréfum vegna jarðarinnar Klúku í Bjarnarfirði. Þar er jörðin leigð 4 sauðfjárbændum í hreppnum. Guðbrandi Sverrissyni, Svani H. Ingimundarsyni, Baldri Sigurðssyni og Inga V. Ingimarssyni. Leigusamningarnir eru til 5 ára. Greiðslumark jarðarinnar 104,1 ærgildisafurð fylgir með í samningum þessum.
Undanskilið frá leigu er eftirtalið.

  1. Þinglýstir leigusamningar og aðrar þinglýstar kvaðir.
  2. Allur húsakostur á jörðinni, ásamt 1720 ferm. lóð umhverfis íbúðarhúsið.
  3. Öll ræktun og tún.
  4. Öll námuréttindi.
  5. Allur veiðiréttur
  6. Öll jarðhitaréttindi.

Öll ræktun og tún á jörðinni Klúku verði leigð Baldri Sigurðssyni og skal hann viðhalda girðingum eftir því sem þörf krefur.
Guðbrandur Sverrisson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi.

Tillagan samþykkt samhljóða.

10. Fjárbeiðni frá aðilum sem eru að rita sögu smábátaútgerðar á Íslandi.
Samúel Ingi Þórisson útgefandi leitar eftir fjárstuðningi til ritunar sögu smábátaútgerðar á Íslandi.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hafnar þessari fjárbeiðni.

11. Styrkbeiðni frá félagi eldri borgara í Strandasýslu:
Félag eldri borgara sækir um styrk til starfssemi sinnar.
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir að veita félagi eldri borgara kr. 30.000.- í styrk.

12. Dagskrá kvöldfundar um skólamál föstudag 23.ágúst n.k:
Kynning á greinargerð um viðmið og mat á kennslumagni í Grunnskólanum Drangsnesi sem sveitarstjórn fékk Kristrúnu Lind Birgisdóttur til að vinna .

13. Fundarboð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða boðar til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Hólmavík föstudag 23.ágúst n.k

Fleira ekki tekið fyrir

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.24