Sveitarstjórnarfundur 3.júlí 2002

Miðvikudaginn 3. júli 2002 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 2. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Oddviti Guðmundur B. Magnússon setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt boðaðri dagskrá.
Oddviti bar upp afbrigði frá boðaðri dagskrá. Bar hann upp þá tillögu að fundargerðir sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps yrðu framvegis ritaðar á tölvu. Tillagan samþykkt.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Guðmundur B. Magnússon ,Jenný Jensdóttir, Sunna Einarsdóttir, Guðbrandur Sverrisson og Óskar Torfason.

Fundargerð ritaði Jenný Jensdóttir.

Dagskrá:

3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 12. júní s.l
Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

4. Fundargerðir nefnda.
Fundargerð skólanefndar frá 24. júní 2002.
Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust

5. Málefni Grunnskólans. Tölvumál – kennararáðing.
a. Tölvumál: Snerpa ehf á Ísafirði var fengin til að vinna skýrslu með ástandslýsingu og tillögum að úrbótum á tölvumálum skólans. Farið yfir skýrsluna og samþykkt að fá frekara álit á þessari skýrslu frá fleiri aðilum. Oddviti bar upp tillögu um að setja aukið fjármagn til tölvumála í skólanum. Tillagan samþykkt.
b. Kennararráðning: Ekki er búið að ráða kennara í skólann fyrir næsta ár en skólastjóri er að vinna að málinu.
c. Annað: Úttekt á Grunnskólanum, tímafjölda og fleiru í því sambandi. Fulltrúi frá skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar er væntanleg til að fara yfir þessi mál og mun að því loknu skila skýrslu til sveitarstjórnar.
6. Bréf frá Landskerfi bókasafna hf.
Borist hefur bréf frá Landskerfi bókasafna hf. dags. 24. maí s.l. Er sveitarfélaginu boðið að eignast hlut í félaginu og kostar sá hlutur kr. 34.471.- Sveitarstjórn var áður búin að samþykkja að gerast aðili að þessu félagi og hafði tilkynnt það þeim sem að undirbúningi þessa félags stóðu en sendi ekki fulltrúa á stofnfund sem haldinn var í sl.haust.
Fundurinn samþykkti að sveitarfélagið gerðist hluthafi. Oddvita falið að ganga í málið.

7. Bréf frá Samgönguráðuneytinu.
Borist hefur bréf frá Samgönguráðuneytinu dags.22.maí s.l varðandi styrki til vetrarsamgangna. Lagt fram til kynningar.

8. Oddvita og nefndarlaun.
Oddviti gerði grein fyrir oddvita og nefndarlaunum eins og þau hafa verið síðan 1998. Til viðmiðunar hefur verið þingfararkaup eins og það er á hverjum tíma. Frá 1. júní s.l er þingfararkaup kr. 344.597.- á mánuði
Oddvitalaun eru 15% af þingfararkaupi m.v 30 klst vinnu á mánuði. Sveitarstjórnarmaður fær fyrir hvern fund 2,5% af þingfararkaupi og oddviti 5% . Nefndarmenn 1% fyrir hvern fund og formenn nefnda 1,5%.
Oddviti lagði fram tillögu um að sama viðmiðun gilti áfram og var það samþykkt samhljóða.

9. Staða framkvæmda og ýmissa verkefna.
Oddviti gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og ýmissa verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki fyrirtekið. Fundi slitið kl.22.50