Frá forsætisráðuneytinu

skjaldarmerkiSmellið á lesa meira til að lesa bréf frá forsætisráðuneytinu um heildstæðar upplýsingar um efnahagsvandann og úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.


 

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi upplýsingamiðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.

Á vefnum http://www.island.is/efnahagsvandinn er nú að finna á einum stað traustar og yfirgripsmiklar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi, til hvaða ráðstafana opinberir aðilar hafa gripið og hvert er hægt að leita eftir úrræðum. Á vefnum er einnig fréttaveita þar sem finna má fréttir sem tengjast efnahagsástandinu. Að auki er fyrirspurnum svarað í síma 800 1190 og í tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Einnig er vakin athygli á upplýsingagátt stjórnvalda gagnvart umheiminum vegna efnahagsástandsins á Íslandi á http://www.iceland.org/info. Þar verða aðgengilegar upplýsingar sem stjórnvöld vilja koma á framfæri um áhrif og viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Upplýsingarnar þar eru settar fram á ensku.

Mikilvægt er að vísað sé til þessara upplýsinga á sem flestum stöðum og því förum við fram á að á þínum vef séu settir inn á íslenskar vefsíður hnappar sem vísa á Island.is og á enskar vefsíður hnappar sem vísa á Iceland.org.

Útbúnir hafa verið hnappar sem hægt er að nota. Sjá:
Leiðbeiningar fyrir vísanir á iceland.org/info eru á http://www.island.is/efnahagsvandinn/hafa_samband/visanir-a-island.is/
Leiðbeiningar fyrir vísanir á Iceland.org eru á http://iceland.org/info/press/link/
Upplýsingar fyrir þá sem hér búa en þurfa upplýsingar á öðru tungumáli en íslensku er að finna á vef Fjölmenningarseturs: www.mcc.is

með kveðju,
Guðbjörg Sigurðardóttir

----------------------------------------------------------------------------------
Guðbjörg Sigurðardóttir
skrifstofustjóri/Director
Skrifstofa upplýsingasamfélagsins/Department of Information society
Forsætisráðuneyti/Prime Minister's Office