Bann við rjúpnaveiði

rjupa Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5.september s.l bann við rjúpnaveiði i landi Klúku í Bjarnarfirði. Telur sveitarstjórn aðalmenn skotveiði á Klúku samrýmist hreint ekki þeirri starfssemi sem er og er fyrirhuguð á jörðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ekki er samt ætlunin að gera jörðina Klúku að griðlandi fyrir ref og mink ogverður því meðferð skotvopna ekki bönnuð alfarið að sinni þó hún verði miklum takmörkunum háð.

Hallfríður Sigurðardóttir á Svanshóli mun hafa eftirlit með skotveiði á jörðinni og hefur fullt umboð sveitarstjórnar til að vísa veiðimönnum frá.