Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030

Breytt veglína í Bjarnarfirði
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti 30. apríl tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 samkvæmt 2. mgr., 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í sér óverulega breytingu á landnotkun vegna veglínu við og yfir Bjarnarfjarðará. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 20. apríl 2015 í mkv. 1:50.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skrifstofu Kaldrananeshrepps.

Bréf frá oddvita Kaldrananeshrepps