Tillögur að deiliskipulagi

Tillögur að deiliskipulagi sjö svæða sem kölluð eru -A, B, C, D, E, F og G-,  Drangsnesi, Kaldrananeshreppi.

Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps samþykkti 23. september 2014 að auglýsa tillögur að deiliskipulagi sjö svæða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og greinargerðar Aðalskipulags Kaldrananeshrepps 2010-2030 (umhverfisskýrsla). Sjá greinargerð hér.

 

Deiliskipulagstillögur þessar eru í öllum atriðum byggðar á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030.  Deiliskipulagstillögurnar ná yfir allt þéttbýlið á Drangsnesi auk hafnarsvæðisins í Kokkálsvík.  Skipulagssvæðin afmarkast þannig og efni (lýsing) tillaganna er eftirfarandi:

Svæði A: Suðvesturhluti Drangsness, Aðalgata. Þar er gert ráð fyrir einu nýju húsi í iðnaðarlóð. Áhersla er lögð á umferð (gangandi- og akandi) og bílastæði.

Svæði B: Norðvesturhluti Drangsness. Þjóðvegur nr. 645, Kvíabali, lítill hluti Borgargötu og Holtagata. Þar er gert ráð fyrir tveimur nýjum einbýlishúsum, einu parhúsi og bílgeymslum. Áhersla er lögð á gönguleiðir og græn svæði.

Svæði C. Vesturhluti Grundargötu. Þar er gert ráð fyrr tveimur nýjum einbýlishúsum og einu parhúsi. Opið grænt svæði er skilgreint umhverfis Kerlinguna. Áhersla er lögð á gönguleiðir og aðra umferð.

Svæði D: Austurhluti Grundargötu. Þar er gert ráð fyrir tveimur nýjum athafnahúsum og einum lokuðum útilager. Hjallasvæði og nýr vegur að þeim. Áhersla er lögð á gönguleiðir og umferð.

Svæði E: Norðvesturhluti Drangsness. Þarna er gert ráð fyrir fimm nýjum einbýlishúsum. Nýr vegur, Vitavegur. Íþróttasvæði og aðstöðuhús eru innan svæðisins.

Svæði F. Norðausturhluti Drangsness. Gert er ráð fyrir 11 einbýlishúsum og vegi sem hér er kallaður Tófuhjalli. Tjaldsvæði er afmarkað, þar er einnig aðstöðuhús.

Svæði G. Hafnarsvæðið í Kokkálsvík. Þar er um að ræða sjö lóðir, þrjár næst höfninni og fjórar stærri lóðir, sem skilgreindar eru iðnaðarlóðir.

Tillagan ásamt greinargerð Aðalskipulags Kaldrananeshrepps 2010-2030 liggur frammi á skrifstofu Kaldrananeshrepps.. frá 17.október 2014 til 28. nóvember 2014 og á heimasíðu Kaldrananeshrepps, www.drangsnes.is.  Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast oddvita í síðasta lagi 12. desember 2014 á skrifstofu Kaldrananeshrepps eða á netfangið drangsnes@drangnes. is

Oddviti Kaldrananeshrepps,
Jenný Jensdóttir.