Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps

Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps og deiliskipulag frístundasvæði í landi Kaldrananess.

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur þann 27. júní 2013 samþykkt að auglýsa samhliða eftirfarandi skipulagstillögur skv. 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030. 

Breytingin varðar afmörkun nýs frístundasvæðis í landi Kaldrananess og ákvæði í greinargerð um efnisnámur og samgöngur.
Tillögu að deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Kaldrananess skv 1.mgr.41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan varðar þrjár frístundalóðir í landi Kaldrananess
Tillaga að breyttu aðalskipulagi, uppdráttur og greinagerð liggur frammi á skrifstofu Kaldrananeshrepps frá 3. júlí 2013 til 15. ágúst 2013

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 21. ágúst 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skrifstofu Kaldrananeshrepps, Holtagötu, 520 Drangsnes  eða með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim
samþykkur.


                        Drangsnesi 28. júní 2013

                        Jenný Jensdóttir
                        Oddviti Kaldrananeshrepps