Félagsmálastjóri - Strandir og Reykhólahreppur

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku.

Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru:
   Barnavernd
   Félagsleg heimaþjónusta
   Félagsleg ráðgjöf
   Fjárhagsaðstoð
   Málefni aldraðra
   Málefni fatlaðra

Starfið:
Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu.

Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991.

Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum.

Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið.

Helstu hæfniskröfur:
    Háskólamenntun sem nýtist í starfi
    Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
    Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
    Færni í mannlegum samskiptum auk  forystu- og skipulagshæfileika
    Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vija og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða.

Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur:
Til og með 18.6.2013

Sækið um á vef Hagvangs, smellið hér!

Framundan

August 2019
M T W T F S S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31

Breyta