Lýsing á skipulagsáætlun

Kald1Nú stendur yfir auglýsing á lýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030.. Um er að ræða nýtt frístundasvæði (FS11), ásamt breytingu á texta í greinargerð.
Umsagnarfrestur eru tvær vikur. Auglýsingartíminn er eftirfarandi: Frá og með miðvikudeginum 15. maí til miðvikudagsins 30. maí 2013.

Umsagnaraðilar:
Gögnin eru send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Orkubús Vestfjarða, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Sveitarfélaganna Strandabyggðar og Árneshrepps.

Þess er vinsamlega farið á leit við áðurtalda aðila að þeir veiti skriflega umsögn sína vegna þessa erindis.

     F.h. Kaldrananeshrepps,
     Jenný Jensdóttir oddviti.

Meðfylgjandi gögn
(smellið á nafn til að skoða PDF skjal)
:

    1.  Lýsing á skipulagsáætlun.
    2.  Aðalskipulagsuppdráttur með breytingu.
    3.  Tillaga að deiliskipulagi.