Tilkynning frá Félagsþjónustusvæðum Vestfjarða

felagstjonustaÍ ljósi umfjöllunar um kynferðisbrotamál í Kastljósi undanfarna daga vilja félagsþjónustur á Vestfjörðum (Félagsþjónustan við Djúp, Félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar, Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps og Félagsþjónustan í Vestur- Barðastrandarsýslu)  leggja áherslu á mikilvægi þess að þeir sem hafa orðið fyrir slíkri reynslu fái viðeigandi aðstoð og stuðning.

 

Félagsmálastjórar á Vestfjörðum, veita aðstoð í slíkum málum og þeir sem vilja eru hjartanlega velkomnir til viðtals. Jafnframt er bent á samtökin Stígamót eða Sólstafi Vestfjarða.

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri í Vesturbyggð
Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í Bolungarvík og Súðavík
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjlskyldusviðs, Ísafjarðarbæjar