Kjörfundur í Kaldrananeshreppi, kosning til Stjórnlagaþings

Kjörfundur verður laugardaginn 27. nóvember
í Grunnskólanum á Drangsnesi, Aðalbraut 10.

Hefst hann kl. 10.00 og lýkur kl. 18.00


Við minnum kjósendur á  að kynna sér vel framkvæmd kosninganna í dreifiriti því sem þeir hafa fengið sent heim og að heppilegt væri að nota kynningarseðilinn sem fylgdi með  til að hafa allt tilbúið þegar komið er á kjörstað. Einnig er hægt að fylla út og prenta hjálparkjörseðil á http://kosning.is. Þar er auðvelt að leita eftir búsetu og/eða starfsheiti.

Kjörskrá liggur frammi í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar Borgargötu 2. Bendum einnig á vefinn http://kosning.is. Þar er hægt að fletta upp hvar hver og einn er á kjörskrá eftir kennitölu.

Ef einhver vill koma með athugasemdir við kjörskrá óskast þær sendar til sveitarstjórnar.

Kjörstjórn Kaldrananeshrepps.