Um forrit í tölvunámi, Open Office

Við höfum verið að nota Open Office í stað Microsoft Office í skólanum. Þetta er mjög fullkominn ókeypis skrifstofupakki sem þróaður hefur verið af samkeppnisaðila Microsoft, Sun. Þeirra nálgun hefur verið að þróa sinn hugbúnað sem Open Source sem þýðir að allir sem vit hafa á geta lagt til breytingar og viðbætur við pakkann. Í þessum pakka eru forritin; Writer sem vinnur eins og Word, Calc sem vinnur eins og Excel, Impress sem vinnur eins og PowerPoint, Math sem nota má við formúlugerð og loks hrein viðbót við Office pakkann, Draw sem er teikniforrit sem hægt er að nota til að teikna td. flæðirit eða hugarkort (mindmap). Draw er vectorteikniforrit.

Hægt er að nálgast pakkann hér: http://www.openoffice.org/

Miðdeildarblað

oktber_190
Hinir frábæru Miðdeildarkrakkar eru að gefa út blað sem inniheldur viðtöl við merka bæjarbúa, frumsamin ljóð og sögur ásamt fleiru. Eru þau hæst ánægð með viðtökurnar sem þau hafa fengið og gaman að sjá hvað þorpsbúar eru tilbúin að styðja við bakið á nemendum.
Aðalbjörg Óskars

Skólastarfið hefst

Skólastarfið hefst mánudaginn 15. ágúst 2011 með sundnámskeiði í Sundlauginni á Drangsnesi. Nemendur mæti kl. 08.00 með sundföt.

Framundan

February 2018
M T W T F S S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28

Breyta