Skólasetning mánudaginn 24. ágúst

Nú er sumri farið að halla og nýtt skólaár að hefjast í grunnskólanum á Drangsnesi. Mánudaginn 24. ágúst nk. verður skólinn settur en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Marta Guðrún Jóhannesdóttir hefur tekið til starfa sem skólastjóri en ásamt henni starfa tveir kennarar  við skólann, þær Aðalbjörg Óskarsdóttir og Anna Björg Þórarinsdóttir.

Fréttabréf vegna upphafs nýs skólaárs verður sent út í næstu viku.

Nýbúar

Stefna í menntun nemenda með íslensku sem annað tungumál

Tilvísun:

  1. Lög um grunnskóla 2. gr.
  2. Stefnumörkun Kaldranarneshrepps í málefnum tvítyngdra barna.
  3. Aðalnámskrá grunnskóla

Leiðarljós:

Veita skal öllum nemendum kennslu við hæfi og finna bestu úrræði sem völ er á hverju sinni

Tilgangur stefnunnar er:

Að þróa leiðir til að koma til móts við tvítyngda nemendur og foreldra þeirra

Nánar: Nýbúar

Heimabyggðin mín

Tveir ungir Drangsnesingar, þær Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir tóku nýverið þátt í verkefninu Heimabyggðin mín annað árið í röð. Á síðasta ári fengu þær þriðju verðlaun fyrir ritgerðina Ferðamannaparadísin Drangsnes. Nú í ár var lagt upp með að útfæra nánar hvernig þetta á að gerast og fyrir valinu var Grásleppu og nytjasetur. Teiknað og skipulagt var hús ásamt því að staðsetja það og ákveðið hvernig útstillingar yrðu. Fyrir ritgerðarhlutann fengu þær fjórða sætið af átta þátttakendum víðsvegar um land. Nú bíðum við bara spennt eftir því hvernig kynningin gekk og hvaða sæti þær fá þar. Á myndinni eru þeir sem voru á kynningunni í Grunnskólanum. Þess má geta að við stofnun Grásleppusetursins í kvöld munu þær kynna verkefnið sitt í Malarkaffi.

 

heimabyggdin

 

Skólaferðalag

smasjaSkólaferðalag Grunnskólans er nýafstaðið og tókst með miklum ágætum. Byrjað var með hestaferð í Laxnesi í Mosfellsdal, sem var um klukkustundar reiðtúr um dalinn og eftir það var farið í sund í Árbæjarlaug. 

Nánar: Skólaferðalag

Um forrit í tölvunámi, Open Office

Við höfum verið að nota Open Office í stað Microsoft Office í skólanum. Þetta er mjög fullkominn ókeypis skrifstofupakki sem þróaður hefur verið af samkeppnisaðila Microsoft, Sun. Þeirra nálgun hefur verið að þróa sinn hugbúnað sem Open Source sem þýðir að allir sem vit hafa á geta lagt til breytingar og viðbætur við pakkann. Í þessum pakka eru forritin; Writer sem vinnur eins og Word, Calc sem vinnur eins og Excel, Impress sem vinnur eins og PowerPoint, Math sem nota má við formúlugerð og loks hrein viðbót við Office pakkann, Draw sem er teikniforrit sem hægt er að nota til að teikna td. flæðirit eða hugarkort (mindmap). Draw er vectorteikniforrit.

Hægt er að nálgast pakkann hér: http://www.openoffice.org/

Framundan

December 2017
M T W T F S S
1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Breyta