Samræmd próf í 7. og 4. bekk

Á þessu skólaári munu nemendur um allt land í fyrsta sinn þreyta rafrænt samræmt próf.

Fimmtudaginn 22. september mun 7. bekkingurinn okkar taka próf í íslensku en prófað verður í stærðfræði á föstudegi. Viku síðar tekur nemandi okkar í 4. bekk einnig próf eða dagana 29.-30. september. Prófin hefjast kl. 9:00 og er allt til reiðu hér í skólanum auk þess sem netsambandið hér á Drangsnesi hefur verið stórbætt enda gott netsamband nauðsynlegt þegar taka á próf með rafrænum hætti.

Við minnum nemendur á góðan nætursvefn og hollt fæði því próftaka eins og þessi getur reynt á. Svo gleymum við ekki að hafa gaman eins og alltaf þegar við tökumst á við verkefni hér í skólanum.

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 verður Grunnskólinn á Drangsnesi settur. Fréttabréf hefur verið sent út til foreldra og forráðamanna með upplýsingum um skólastarfið, skólaferðalag o.fl. 

IMG 0348

Skóladagatal skólaársins 2015-2016

Hér að neðan má nú nálgast skóladagatal grunnskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Fréttabréf hefur verið sent út til nemenda skólans en í því eru upplýsingar um skólasetningu, skólaferðalag o.fl.

Skoladagatal-2015-2016_loka.xls

Skólasetning mánudaginn 24. ágúst

Nú er sumri farið að halla og nýtt skólaár að hefjast í grunnskólanum á Drangsnesi. Mánudaginn 24. ágúst nk. verður skólinn settur en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Marta Guðrún Jóhannesdóttir hefur tekið til starfa sem skólastjóri en ásamt henni starfa tveir kennarar  við skólann, þær Aðalbjörg Óskarsdóttir og Anna Björg Þórarinsdóttir.

Fréttabréf vegna upphafs nýs skólaárs verður sent út í næstu viku.

Nýbúar

Stefna í menntun nemenda með íslensku sem annað tungumál

Tilvísun:

  1. Lög um grunnskóla 2. gr.
  2. Stefnumörkun Kaldranarneshrepps í málefnum tvítyngdra barna.
  3. Aðalnámskrá grunnskóla

Leiðarljós:

Veita skal öllum nemendum kennslu við hæfi og finna bestu úrræði sem völ er á hverju sinni

Tilgangur stefnunnar er:

Að þróa leiðir til að koma til móts við tvítyngda nemendur og foreldra þeirra

Nánar: Nýbúar

Framundan

Október 2017
M T W T F S S
1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31

Breyta