Heimsókn læsisráðgjafa og nýtt matstæki tekið til notkunar

Við skólann verður nýtt matstæki í lestri nú tekið til notkunar en það hefur fengið nafnið Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Matstækið var kynnt sérstaklega af þeim Brynju Baldursdóttur og Ingibjörgu Þorgerði Þorleifsdóttur á fundi sem haldinn var í skólanum föstudaginn 30. september.

Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur nú í haust en í 1. bekk eftir áramót. Í læsisstefnu skólans má finna upplýsingar um hvaða kannanir eru teknar hverju sinni en lesfimi könnunin er t.a.m. lögð fyrir alla nemendur þrisvar sinnum yfir skólaárið.Læsisráðgjafar heimsækja skólann

Ný heimasíða

Unnið hefur verið að endurbótum á heimasíðu Kaldrananeshrepps og er þessi nýja síða skólans nú komin í loftið. Efnisflokkum hefur verið bætt við og er unnið að því að setja inn allar helstu upplýsingar er varða skólastarfið. Undir flipanum Um skólann má nú t.a.m. nálgast starfsáætlun skólans fyrir yfirstandandi skólaár. Undir Nám og kennsla verður sérstök síða þar sem nemendur setja inn fjölbreytt efni og upplýsingar um verkefni sem unnin eru í skólanum. Við hvetjum alla þá sem hafa góðar hugmyndir og ábendingar varðandi heimasíðuna til að hafa samband við okkur.

Haust 2016

Laust starf umsjónarmanns ræstinga

Laust er starf umsjónarmanns ræstinga við skólann frá og með 1. október. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 451-3436 eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefnt er að því að ráða í starfið sem allra fyrst.

Samræmd próf í 7. og 4. bekk

Á þessu skólaári munu nemendur um allt land í fyrsta sinn þreyta rafrænt samræmt próf.

Fimmtudaginn 22. september mun 7. bekkingurinn okkar taka próf í íslensku en prófað verður í stærðfræði á föstudegi. Viku síðar tekur nemandi okkar í 4. bekk einnig próf eða dagana 29.-30. september. Prófin hefjast kl. 9:00 og er allt til reiðu hér í skólanum auk þess sem netsambandið hér á Drangsnesi hefur verið stórbætt enda gott netsamband nauðsynlegt þegar taka á próf með rafrænum hætti.

Við minnum nemendur á góðan nætursvefn og hollt fæði því próftaka eins og þessi getur reynt á. Svo gleymum við ekki að hafa gaman eins og alltaf þegar við tökumst á við verkefni hér í skólanum.

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 verður Grunnskólinn á Drangsnesi settur. Fréttabréf hefur verið sent út til foreldra og forráðamanna með upplýsingum um skólastarfið, skólaferðalag o.fl. 

IMG 0348

Framundan

February 2018
M T W T F S S
1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28

Breyta