Vinnuskólinn 2020 – Opið fyrir umsóknir!
- Details
- Mánudagur, 08 júní 2020 11:47
Starfsemi vinnuskóla Kaldrananeshrepps sumarið 2020 verður vonandi með svipuðu sniði og áður, en auðvitað verður að gæta þess að virða samkomureglur júní og júlí.
Fyrsti starfsdagur vinnuskólans í ár er mánudagurinn 15. júní og verður hann starfræktur í 5. vikur. Umsjónarmaður vinnuskólans í ár er Tryggvi I. Ólafsson.
Við biðjum forráðamenn áhugasamra barna (fædd 2008 og fyrr) um að senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 4. júní 2020
- Details
- Föstudagur, 05 júní 2020 09:24
Sveitarstjórnarfundur 4. júní 2020
Fimmtudaginn 4. júní 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 21. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Halldór Logi Friðgeirsson, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva K. Reynisdóttir ritaði fundargerð á tölvu.
Nánar: Fundargerð 4. júní 2020
Þrekvirki Umhverfishóps
- Details
- Föstudagur, 05 júní 2020 09:19
Í maí 2020 fóru sjálfboðaliðar Umhverfishóps Kaldrananeshrepps af stað í hreinsunarátak. Að þessu sinni var Nesströndin hreinsuð, sem er afar falleg strandlengja sem liggur norðan við Drangsnes á leið til Bjarnafjarðar.
Kaldrananeshreppur er lítið sveitarfélag með rétt rúmlega 100 íbúa. Því er það til fyrirmyndar þegar að hópur velviljaðra íbúa komu saman í þeim tilgangi að hreinsa upp allt rusl. Undir forystu Kristínar Einarsdóttur var ákveðið að fara af stað til að hreinsa 4-5 km svæði og að sveitarfélagið myndi kosta leigu á 1 ruslagám frá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Fljótlega kom í ljós að ströndin yrði ekki hreinsuð á einum degi. Gámurinn var fylltur á augabragði og ljóst var að 1 gámur myndi ekki duga.Handafl fólksins dugði heldur ekki til og því lögðu sjálfboðaliðar til vinnuvélar, tæki og tól til að reyna að ná vel skorðuðu rusli upp úr fjörunni.
Í lok mánaðar voru sjálfboðaliðarnir búnir að vinna hörðum höndum í tæpa viku og búnir að stappfylla og flytja í burt 5 stóra ruslagáma. Ruslið samanstóð mestmegnis af gömlum sjóreknum togaratrollum, en engir togarar eru í Strandasýslu. Heilmikil vinna og kostnaður fylgir því að koma þessum úrgangi í rétta meðhöndlun.
Greinilegt er að hér hefur verið unnið mikið þrekvirki og rétt er að þakka sjálfboðaliðum Umhverfishópsins sérstaklega fyrir þetta frábæra frumkvæði og mikla vinnu.
Til sölu - Grundargata 9
- Details
- Þriðjudagur, 19 maí 2020 11:37
Grundargata 9, Drangsnesi – lykildagsetning!
- Tilboðsfrestur rennur út kl. 10:00 miðvikudaginn 27. maí 2020
Tilboð þurfa að berast til Kaldrananeshrepps, Holtagötu, 520 Drangsnes - fyrir kl. 10:00 þann 27. maí 2020. Í framhaldinu verður farið yfir öll kauptilboð og gengið verður til samninga við hugsanlega kaupendur.
Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna
- Details
- Þriðjudagur, 12 maí 2020 10:24
Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og námsmanna á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á atvinnuþáttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.
https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/konnun-a-atvinnuthatttoku-ungmenna