Vinnuskólanum þakkað fyrir

Nú er vinnuskóla Kaldrananeshrepps lokið sumarið 2020. Alls tóku 12 ungmenni þátt í vinnuskólanum í ár, 8 stúlkur og 4 drengir.  Vinnan fólst í því að slá gras, raka tjaldsvæðið og fegra bæinn. Einnig var slegið fyrir 3 heldriborgara.

Skemmtilegast þótti vinnuhópnum að mála hús í eigu hreppsins, s.s. vigtarskúr, dæluhús, bókasafn, masturshús og kanta á bryggju.

Hópurinn fjölmennti líka í stórskemmtilegt hundaafmæli í Hveravík. Níu krakkar fóru ásamt fylgimönnum á þrem bílum. Þar var í boði súpa og ýmsar veitingar, en líka nokkur skemmtiatriði. Ríkissjónvarpið var á staðnum til að taka upp stutta umfjöllun fyrir Sumarlandann.

Flokkstjóri og sveitarstjórn þakkar öllum krökkunum voðalega vel fyrir sumarið. Öll stóðu þau sig frábærlega og voru til fyrirmyndar í alla staði.

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. júlí 2020

Fimmtudaginn 16. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.

Nánar: Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. júlí 2020

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Kaldrananeshrepps verður opin miðvikudaginn 29. júlí og fimmtudaginn 30. júlí.
Að öðru leyti er lokað vegna sumarleyfa út júlí. 
Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

Sveitarstjórnarfundur var haldinn 2. júlí 2020

Fimmtudaginn 2. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.

Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.

Nánar...

Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2020

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum þann 4. júní s.l. að gefa íbúum Kaldrananeshrepps þá veiðidaga sem sveitarfélagið fékk úthlutað vegna jarðanna Skarðs og Klúku.

Útdráttur á veiðidögum leiddi í ljós að þrír einstaklingar voru skráðir með lögheimili í hreppnum, þar sem þeir höfðu ekki skráð sig úr landi við brottför. Ákvörðun var því tekin um að fella úthlutuninni þeirra niður og taka inn þá íbúa sem næstir voru í röðinni. Því miður eru veiðidagar færri en íbúar og fengu því ekki allir úthlutun. 

Ef íbúi sér ekki fram á að nýta veiðidaginn sinn, þá er honum velkomið að láta vita og úthlutin fer þá til þess sem næstur er í röðinni (s. 4513277).        

Nánar: Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2020