Sveitarstjórnarfundur var haldinn 16. júlí 2020
- Details
- Miðvikudagur, 22 júlí 2020 14:41
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 23. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Halldór Logi Friðgeirsson.
Sumarlokun skrifstofu
- Details
- Miðvikudagur, 22 júlí 2020 14:36
Að öðru leyti er lokað vegna sumarleyfa út júlí.
Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.
Sveitarstjórnarfundur var haldinn 2. júlí 2020
- Details
- Föstudagur, 03 júlí 2020 09:01
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 22. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Eva K. Reynisdóttir, Arnlín Óladóttir, Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00. Eva Katrín Reynisdóttir ritar fundargerð á tölvu.
Veiðidagar í Bjarnarfjarðará 2020
- Details
- Fimmtudagur, 11 júní 2020 11:05
Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákvað á fundi sínum þann 4. júní s.l. að gefa íbúum Kaldrananeshrepps þá veiðidaga sem sveitarfélagið fékk úthlutað vegna jarðanna Skarðs og Klúku.
Útdráttur á veiðidögum leiddi í ljós að þrír einstaklingar voru skráðir með lögheimili í hreppnum, þar sem þeir höfðu ekki skráð sig úr landi við brottför. Ákvörðun var því tekin um að fella úthlutuninni þeirra niður og taka inn þá íbúa sem næstir voru í röðinni. Því miður eru veiðidagar færri en íbúar og fengu því ekki allir úthlutun.
Ef íbúi sér ekki fram á að nýta veiðidaginn sinn, þá er honum velkomið að láta vita og úthlutin fer þá til þess sem næstur er í röðinni (s. 4513277).
Vinnuskólinn 2020 – Opið fyrir umsóknir!
- Details
- Mánudagur, 08 júní 2020 11:47
Starfsemi vinnuskóla Kaldrananeshrepps sumarið 2020 verður vonandi með svipuðu sniði og áður, en auðvitað verður að gæta þess að virða samkomureglur júní og júlí.
Fyrsti starfsdagur vinnuskólans í ár er mánudagurinn 15. júní og verður hann starfræktur í 5. vikur. Umsjónarmaður vinnuskólans í ár er Tryggvi I. Ólafsson.
Við biðjum forráðamenn áhugasamra barna (fædd 2008 og fyrr) um að senda umsóknir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.