Reglur um liðveislu og félagslega heimaþjónustu
- Details
- Fimmtudagur, 20 október 2011 19:07
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps og sveitarstjórnir Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa samþykkt reglur um félagslega heimaþjónustu og liðveislu. Samþykkt var að byrja að taka tekjutengt gjald fyrir félagslega heimaþjónustu eins og hjá öðrum sveitarfélögum landsins. Reglurnar verða settar inn á heimasíðu sveitarfélaganna ásamt umsóknareyðublöðum.
Sækja skal um þjónustuna til félagsmálastjóra.
Með kveðju,
Hildur Jakobína Gísladóttir
Félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps
Höfðagötu 3, 510 Hólmavík
Sími: 451-3510 / 842-2511
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða kominn út
- Details
- Fimmtudagur, 08 september 2011 17:49
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða veturinn 2011-2012 er kominn út og verður dreift í öll hús á Vestfjörðum á næstu dögum. Þar er að finna yfirlit yfir þau námskeið og námsleiðir sem búið að er ákveða að bjóða upp á í vetur.
Vestfjarðavíkingurinn 2011
- Details
- Föstudagur, 17 júní 2011 09:31
Vestfjarðavíkingurinn, keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 7 til 9 júlí og fer hún fram víðsvegar um Vestfirði á þessum þremur dögum.
Keppt verður á eftirtöldum stöðum.
Fimmtudagur 7. Júlí kl 13:00 Hólmavík ( Galdrasafnið ) kl 15:30 Drangsnes ( Íþróttavöllur ) kl 18:00 Mjóifjörður ( Heydalur )
Föstudagur 8. Júlí kl 12:00 Súðavík ( Raggagarður ) kl 15:00 Suðureyri ( Sjöstjörnunni ) kl 18:00 Bolungarvík ( Ósvör )
Laugardagur 9. Júlí kl 12:00 Þingeyri ( Sundlauginni ) kl 13:00 Þingeyri ( Víkinga svæðið ) kl 16:00 Ísafjörður ( Silfurtorginu )
Fjölmenningarsetur
- Details
- Miðvikudagur, 09 febrúar 2011 14:12
Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.
Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.
Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku
Jólatré fyrir sundlaugina
- Details
- Miðvikudagur, 15 desember 2010 19:55
