Mikill framkvæmdahugur á Drangsnesi

asbjorn_kynnirGistirými á Drangsnesi ríflega tvöfaldast í sumar þegar nýja gistihúsið að Grundargötu 17 tekur til starfa. Hjónin Valgerður Magnúsdóttir og Ásbjörn Magnússon sem reka gistihúsið Malarhorn á Drangsnesi og kaffihúsið Malarkaffi ætla að byggja nýtt gistihús í sumar. Var íbúum boðið til kynningar á kaffihúsið Malarkaffi vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Og fylgdi kynningunni kaffi og nýbakaðar vöfflur með rjóma.
 

Nánar: Mikill framkvæmdahugur á Drangsnesi

Grásleppusetur

gr_fundur2Drangsnesingar hafa oft haldið því framm bæði í gammni og alvöru að þeir hafi fundið upp grásleppuna þá skrítnu skepnu. Hvort eitthvað sé til í því skal látið liggja á milli hluta en vinnsla grásleppuhrogna til útflutnings hófst á Drangsnesi fyrir miðja síðustu öld.  Alltaf hafði þó eitthvað verið veitt til matar víða um land fyrir þann tíma.

Nánar: Grásleppusetur

Sleðakappar á Trékyllisheiði

eftirleitir_1Nokkrir sleðakappar, Ingólfur Árni, Sölvi Þór, Steinar Þór, Smári Vals, Atli Sigurðsson og Örvar Ólafsson fóru á snjósleðum fram Trékyllisheiði að gá að kindum sem var vitað um að voru þarna frá því í haust.

Nánar: Sleðakappar á Trékyllisheiði

Bryggjuhátíðarhátíð

Á morgun, laugardaginn 10. nóvember, verður Bryggjuhátíðarhátíð í Samkomuhúsinu Baldri. Síðustu tölur benda til þess að rúmlega 90 manns mæti og gæði sér á dýrindis matseld nokkurra kvenna hér í þorpinu. Það verður að teljast góður fjöldi miðað við stærð samfélagsins.

 

Reynum að koma með myndir af herlegheitunum eftir helgi. 

Bryggjuhátíðarhátíð

Á morgun, laugardaginn 10. nóvember, verður haldin Bryggjuhátíðarhátið í Samkomuhúsinu Baldri. Þegar síðast fréttist voru skráðir rúmlega 90 manns sem verður að teljast nokkuð gott í ekki stærra samfélagi en hér er. 

 

Hafa nokkrar konur í þorpinu fengið það hlutverk að framreiða dýrindis mat og væntanlega mun ekki nokkur maður fara svangur heim ef marka má fyrri Bryggjuhátíðarhátíðir. 

Reynum að setja inn myndir eftir herlegheitin 

Framundan

February 2020
M T W T F S S
1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29

Kort

Breyta