Bryggjuhátíðarhátíð

Á morgun, laugardaginn 10. nóvember, verður Bryggjuhátíðarhátíð í Samkomuhúsinu Baldri. Síðustu tölur benda til þess að rúmlega 90 manns mæti og gæði sér á dýrindis matseld nokkurra kvenna hér í þorpinu. Það verður að teljast góður fjöldi miðað við stærð samfélagsins.

 

Reynum að koma með myndir af herlegheitunum eftir helgi. 

Bryggjuhátíðarhátíð

Á morgun, laugardaginn 10. nóvember, verður haldin Bryggjuhátíðarhátið í Samkomuhúsinu Baldri. Þegar síðast fréttist voru skráðir rúmlega 90 manns sem verður að teljast nokkuð gott í ekki stærra samfélagi en hér er. 

 

Hafa nokkrar konur í þorpinu fengið það hlutverk að framreiða dýrindis mat og væntanlega mun ekki nokkur maður fara svangur heim ef marka má fyrri Bryggjuhátíðarhátíðir. 

Reynum að setja inn myndir eftir herlegheitin 

Björgunarsveitin á Námskeiði

Björgunarsveitin var á námskeiði helgina 13.- 14. október. Kennt var á nýjan björgunarbát sveitarinnar. Hér má sjá þá sem voru á námskeiði við bátinn.  bjorgunar_2
Og hér er tryllitækið að koma sér á skrið út úr höfninni.
 bjorgunar_1

Tveimur stórum dýrum færra í sjónum við strandlengjuna.

selurRefaskyttan Magnús Ölver Ásbjörnsson og faðir hans Ásbjörn Magnússon fóru norður Bala að kíkja hvort þeir sæju  rebba eða gæs

Nánar: Tveimur stórum dýrum færra í sjónum við strandlengjuna.

Ball í Baldri

Hljómsveitin Strandamenn leikur á dansleik í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardag, 8. september.

Nánar: Ball í Baldri