Sveitastjórnarfundur 3.6.2019

Sveitarstjórnarfundur 03.06.2019

Mánudaginn 3. júní 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 11. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Eva K. Reynisdóttir , Margrét Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir. Oddviti setti fund kl. 20 og stýrði honum samkvæmt áður útsendri dagskrá í 19 liðum

Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019
 2. Fundargerð nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Holtagata 6-8
 5. Umsókn um lóð
 6. Umsögn um rekstrarleyfi
 7. Brúin yfir Bjarnarfjarðará
 8. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga
 9. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 v Umhverfisvottun Vestfjarða

10        Bréf frá Unicef

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða
 2. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar
 3. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög
 4. Bréf frá Samgöngu- og sveitasrstjórnarráðuneyti
 5. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti
 6. Skógræktin
 7. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins 2020-2024
 8. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála
 9. Ungmennaráð
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 13. apríl 2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

 1. Fundargerðir nefnda
 2.        Fundargerð Fræðslunefndar 26.september 2018.Fundargerðin er í 7 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 3. Fundargerð Fræðslunefndar engin dagsetning. Fundargerðin er á lausu blaði í 4 liðum. Lögð fram, rædd og samþykkt
 4. Fundargerð Fræðslunefndar frá13.5.2019 á lausu blaði. Fundargerðin sem er í 7 liðum, lögð fram, rædd og samþykkt
 5. Fundargerð. 4. fundar skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar frá 28.5.2019. Fundargerðin sem er í 7 liðum liðir 1,2,3,4,6,7 lagðir fram, ræddir og samþykktir.

Lið númer 5 sem var umsókn um byggingarleyfi á Vitavegi 6 var vísað til sveitarstjórnar þar sem hugmyndir standast ekki deiliskipulag. Sveitastjórn hafnar umsókn á forsendum sem ekki standast kröfur í deiliskipulagi. Sveitarstjórn mun leitast við að aðstoða umóknaraðila við að leita lausna á vanköntum. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 16.5.2019 lögð fram til kynningar.
 3. Fundargerðir 12., 13., 14. og 15. stjórnarfundar Vestfjarðarstofu lagðar fram til kynningar.
 4. Fundargerð stjórnar BsVest frá 9.4.2019 lögð fram til kynningar.
 5. Fundargerð 870. og 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar
 6. Holtagata 6-8

Oddviti leggur fram teikningar að parhúsi á lóð nr 6-8 við Holtagötu Drangsnesi

lagt fram til kynningar

 1. Umsókn um lóð

Þorsteinn Húnbogason kt: 240960-7379 sækir um lóð undir 50 ferm. frístundahús. Óskar hann eftir lóð nr 8 við svokallaðan Vitaveg á Drangsnesi.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóð nr 8 á svokölluðum Vitavegi til eins árs og verði framkvæmdir ekki hafnar innan árs frá þvi að umsókn barst þarf að endurnýja umsókn. Lóð 8 er laus eftir að fyrri umsókn að lóð 8 var breytt í lóð 6

 1. Umsögn um rekstrarleyfi.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps um umsókn Sunnu Einarsdóttur um leyfi til að reka gististað í flokki ll að Holtagötu 10. Drangsnesi. Oddvita falið að veita jákvæða umsögn. Borið upp og samþykkt

 1. Brúin yfir Bjarnarfjarðará

Á fundi sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps þann 16.janúar s.l var frestað ákvörðun um hvort sveitarfélagið tæki við rekstri og ábyrgð á gömlu brúnni yfir Bjarnarfjarðará. Þar sem líður að lokafrágangi á veginum um Bjarnarfjarðarháls vill Vegagerðin fá niðurstöðu í það mál.

Sveitarstjórn fellur frá þeim áfromum að taka til eignar eldri brú yfir Bjarnarfjarðará af vegagerð. Borið upp og samþykkt samhljóða.

 1. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga lögð fram til kynninar.

 1. Framkvæmdaáætlun 2019-2024 vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða.

Sveitarstjórn samþykkir að vinna eftir framkvæmdaáætlun vegna Umhverfisvottunar Vestfjarða. Í takt við þessa stefnu Kaldrananeshrepps í sorpmálum hefur verið sett upp ný flokkunarstöð í Bjarnarfirði og lýsir sveitarstjórn yfir ánægju sinni með þann áfanga. Borið upp og samþykkt

10        Bréf frá Unicef

Í bréfi frá Unicef á Íslandi dags 22.maí 2019 hvetur UNICEF á Íslandi öll sveitarfélög á Íslandi til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Erindinu vísað til félagsmálafulltrúa og honum falið að vinna að drögum fyrir starfssvæðið sitt. Samþykkt samhljóða.

 1. Ársskýrlsa Heilbrigiðiseftirlits Vestfjarða

Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna ársins 2018 lögð fram til kynningar

 1. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar

Stofnun Árna Magnússonar sendir sveitarfélögum leiðbeiningarit handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra. Lagt fram til kynningar.

 1. Lög um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög.

Bréf frá Fjármála- og Efnahagsráðuneyti dags. 3.maí 2019. Upplýsingarpóstur vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög og bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 17. apríl 2019 um sama málefni lögð fram til kynningar.

 1. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags 23.4.2019 vegna frávika frá fjárhagsáætlun sveitarfélaga og áminning til sveitarfélaga um að óheimilt sé að víkja frá samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélags nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina, sbr. 2. mgr. 63. gr sveitarstjórnarlaga. Lagt fram til kynningar

 1. Bréf frá Jafnréttisstofu og Vinnueftirliti

Jafnréttisstofa og vinnueftirlitið benda á skyldur atvinnurekanda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun bregðast við því með að setja upp veggspjöld á tilheyrandi stofnanir.

 1. Skógræktin

Í bréfi frá Skógræktinni er farið yfir nokkur þau atriði er varða stefnumarkandi ákvarðanir sem teknar hafa verið hjá Skógræktinni að höfðu samráði við skógareigenda. Lagt fram til kynningar.

 1. Umsögn Sambands ísl sveitarfélaga v fjármálaáætlun ríkisins 2020-2024

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga v fjármálaáætlunar ríkisins fyrir árin 2020-2024 lögð fram til kynningar. Þar kemur meðal annars fram að ríkið hyggst lækka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verulega og mun sú lækkun vera 46.644 krónur á íbúa í Kaldrananeshreppi eða miðað við sama íbúafjölda og nú er eða rúmar 5 milljónir á ári. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps mótmælir harðlega fyrirætlunum ríkistjórnarinnar. Oddvita falið að koma þeim skilaboðum áleiðis.

 1. Bréf frá Sambandi ísl sveitarfélaga v kjarasamningsmála

Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið. Lagt fram til kynningar.

 1. Ungmennaráð

Á að stofna ungmennaráð eða skoða aðrar leiðir.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og ætlar sér að halda fund með ungmennum sveitafélagssins. Margréti og Krístínu falið að kalla hópinn saman og sveitarfélagið mun skaffa veitningar. Borið upp og samþykkt.

Fleira ekki fyrirtekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt og undirrituð

Fundi slitið kl.23:10

Sveitarstjórnarfundur 26.02.2019

Sveitarstjórnarfundur 26.02.2019

 

Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 9. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Arnlín Óladóttir, Eva K. Reynisdóttir og varamaðurinn Bjarni Þórisson. Oddviti setti fund kl.20 og leitar afbrigða til að bæta við 3 liðum á dagskrá fundarins. Það er nr. 21. Sölutilboð raðhús, liður 22 Byggðasamlag um slökkvilið og 23. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Afbrigði samþykkt.

Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

           

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 16.1.2019
 2. Fundagerð nefnda
 3. Aðrar fundargerðir
 4. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 5. Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018
 6. Kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna
 7. Drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum
 8. Skýrsla um áhrif friðlýsingar Drangajökulsvíðerna
 9. Neysluvatnssýni
 10. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin
 11. Áfangastaðaáætlanir
 12. Skipun í framkvæmdaráð Umhverfisvottunar Vestfjarða
 13. Tilnefning í samráðshóp vegna innviðagreiningar
 14. Bréf frá Öldu félagi um sjálfbærni og lýðræði
 15. Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga
 16. Seeds sjálfboðaliðasamtök
 17. Bréf frá Rannsókn og ráðgjöf ferðþjónustunnar
 18. Skólalóðin
 19. Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna almennra íbúða og lánveitinga íbúðalánasjóðs til leiguíbúða
 20. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum
 21. Sölutilboð frá Hrafnhóll ehf vegna raðhús
 22. Byggðasamlag um slökkvilið
 23. Samstarfssamningur um Skipulags- og byggingarfulltrúa
 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 16.1.2019

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.

Sveitastjórnarmaður leggur til eftirfarandi bókun: Að umboðsmanni Alþingis verði sent erindi vegna ástands vega, vetrarfærðar og skertrar þjónustu Vegagerðar með hliðsjón af þróun dreifðra byggða, sérstaklega Árneshreppi.

 1. Fundagerð nefnda

Engar fundargerðir nefnda lágu fyrir fundi

 1. Aðrar fundargerðir
 2. Fundargerð Velferðarnefndar frá 7.2.2019. Lögð fram til kynningar
 3. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7.2.2019 lögð fram og rædd.

Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

 1. Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 2. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Svar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis dags 22. janúar 2019 vegna tillögu sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps frá 19.12.2018. Niðurstaða ráðuneytisins er að hafna lokatillögu sveitarstjórnar um að fella niður tvöföldun þess magns sem landa á til vinnslu vegna byggðakvóta. Segist ráðuneytið byggja ákvörðun sína á skýru ákvæði laga og reglugerðar um byggðakvóta ráðuneytisins.

 1. Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018

Reglugerðin lögð fram til kynningar.

 1. Kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna

Bréf ráðuneytisins ásamt stefnumótuninni lagt fram til kynningar og umræðu.

 1. Drög að frumvarpi til breytinga á barnalögum nr. 76/2003 og fleiri lögum

Drögin lögð fram til kynningar og umræðu.

 1. Skýrsla um áhrif friðlýsingar Drangajökulsvíðerna

Lögð fram skýrsla unnin af Environice fyrir Ófeig náttúrverndarsamtök. Snæbjörn Guðmundsson kynnti skýrsluna fyrir sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað.

 1. Neysluvatnssýni

Neysluvatnssýni fyrir Drangsnesvatnsveitu tekið í Fiskvinnslunni Drangi 30. janúar s.l stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001

 1. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Bréf forsætisráðuneytis varðandi sveitarfélögin o g heimsmarkmiðin dags 28. janúar s.l lagt fram til kynningar.

 1. Áfangastaðaáætlanir

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða lögð fram til kynningar.

 1. Skipun í framkvæmdaráð Umhverfisvottunar Vestfjarða

Finnur Ólafsson oddviti er skipaður í framkvæmdaráð Umhverfisvottunar Vestfjarða

 1. Tilnefning í samráðshóp vegna innviðagreiningar

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Ingólf Árna Haraldsson í samráðshóp vegna innviðagreiningar.

 1. Bréf frá Öldu félag um sjálfbærni og lýðræði

Bréf til kynningar á Öldu félagi um sjálfbærni og lýðræði lagt fram til kynningar.

15        Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar

 1. Seeds sjálfboðaliðasamtök

Seeds sjálfboðaliðasamtök bjóða fram krafta sína til að vinna að hinum ýmsu verkefnum. Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Rannsókn og ráðgjöf ferðþjónustunnar

Fyrirtækið Rannsókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerir Kaldrananeshreppi tilboð um úrvinnslu úr gagnagrunni RRF kr 200. þús + vsk. Tilboði hafnað.

 1. Skólalóðin

Bréf frá skólastjóra Drangsnesskóla vegna framkvæmda og lagfæringa á skólalóðinni. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og sveitarstjórn mun standa við bakið á verkefninu. Fyrirkomulagið verður rætt á vinnufundi sveitarstjórnar í samráði við skólastjóra og fræðslunefnd.

 1. Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna almennra íbúða og lánveitinga íbúðalánasjóðs til leiguíbúða.

Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra leiguíbúða við upphaf leigu. Lagt fram til kynningar.

 1. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum sem tóku gildi þann 1.10. 2018 lögð fram til kynningar.

 1. Sölutilboð frá Hrafnshóll ehf vegna raðhúss.

Hrafnshóll ehf gerir Kaldrananeshreppi sölutilboð í 2 íbúðir sem er í 3ja íbúða raðhúsi sem byggt verður á Drangsnesi sumarið 2019. Raðhúsið er á einni hæð samtals 260,6 fermetrar, sem afhendist fullbúið 15.september 2019. Íbúðirnar eru ein 76,6fm 3ja herbergja íbúð og ein 107,4 fm 4ra herbergja íbúð. Verð á báðum íbúðum er alls 68.488.000.- Húsin eru fullbúin með innréttingum og raftækjum í eldhúsi. Húsin eru innflutt timbur-einingahús samkvæmt lýsingu.

Í ljósi álits frá íbúðarlánasjóði er það ákvörðun sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps að taka ekki tilboði Hrafnshóls ehf að svo stöddu. Samþykkt með 4 atkvæðum , einn sat hjá .

 1. Byggðasamlag um slökkvilið

Oddviti leggur fram áætlaða kostnaðarskiptingu vegna sameiginlegs slökkviliðsstjóra sveitarfélaganna Dalbyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps sem byggir á áætluðum launum slökkviliðsstjóra að viðbættum 10% .

Sveitarstjórn samþykkir að verða þátttakendur í byggðarsamlagi um slökkvilið. Einnig leggur sveitarstjórn Kaldrananeshrepps að kostnaðarskipting slökkviliðstjóra verði breytt og verði eftirfarandi: 10% af heild verði greitt af því sveitarfélagi sem starfsmaður hefur lögheimili í og hin 90 % deilast eftir þeim tillögum sem fyrir liggja. Rök fyrir slíku fyrirkomulagi er að jafna hlut sveitarfélaga sem ekki njóta útsvars sem er afleitt af þessu starfi. Enda er ekki hlutverk byggðarsamlags að eitt sveitarfélag hagnist á kostnað annara.

 1. Samstarfssamningur um Skipulags- og byggingarfulltrúa

Drög sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps að samstarfssamningi vegna skipulags- og byggingarmála lögð fram

Drög sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps að starfslýsingu byggingarfulltrúa lögð fram.

Drög sveitarfélaganna Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps að kostnaðarskiptingu vegna skipulags- og byggingarmála lögð fram

Sveitarstjórn staðfestir áframhaldandi þátttöku og samþykkir breyttan kostnað. Einnig leggur sveitarstjórn Kaldrananeshrepps til að kostnaðarskiptingu verði breytt og verði eftirfarandi: 10% af heild verði greitt af þeim sveitarfélögum sem starfsmenn hafa lögheimili í og hin 90 % deilast eftir þeim tillögum sem fyrir liggja. Rök fyrir slíku fyrirkomulagi er að jafna hlut sveitarfélaga sem ekki njóta útsvars sem er afleitt af þessum störfum. Enda er ekki hlutverk samvinnu um slík embætti að eitt sveitarfélag hagnist á kostnað annarra.

Fleira ekki fyrirtekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt og undirrituð

Fundi slitið kl.23:08

8. Fundur sveitastjórnar á kjörtímabilinu

Sveitarstjórnarfundur 16.01.2019

 

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 8. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Ingólfur Árni Haraldsson, Arnlín Óladóttir og Margrét Bjarnadóttir og Eva K. Reynisdóttir. Oddviti leitar afbrigða til að bæta við lið á dagskrá fundarins. Það er nr. 18.: Umsókn um lóð.

Ingólfur Árni Haraldsson ritar fundargerð á tölvu.

Dagskrá

           

 1. Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps kynnir starfsemi félagsþjónustunnar
 2. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 19.12.2018
 3. Fundagerð nefnda
 4. Aðrar fundargerðir
 5. Ósk um kaup á lóð nr. 6 í landi Klúku
 6. Umsókn um lóð nr. 7 í landi Klúku
 7. Tillaga að sameiginlegri húsnæðisáætlun með Strandabyggð
 8. Viðhald á Drangsnesbryggju
 9. Umsögn vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði
 10. Samningsdrög fyrir brúna yfir Bjarnarfjarðará
 11. Styrkur til Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi
 12. Heimasíða Kaldrananeshrepps, Drangsnes.is
 13. Tillaga að íbúafundi
 14. Erindi: Grænn og ætur bær
 15. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
 16. Bréf frá Veraldarvinum
 17. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 18. Umsókn um lóð

Var þá gengið til dagskrár.

 1. Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps kynnir starfsemi félagsþjónustunnar

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps María Játvarðardóttir komst ekki á fundinn og óskar eftir að fá að koma síðar til að kynna fyrir sveitarstjórn starfsemi félagsþjónustunar. Samþykkt samhljóða

 1. Fundargerð sveitarstjórnarfundar frá 19.12.2018

Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi. Fundargerðin afgreidd athugasemdalaust.

 1. Fundargerðir nefnda.

Engar fundargerðir nefnda liggja fyrir fundi.

 1. Aðrar fundargerðir.

Engar fundargerðir liggja fyrir fundi

 1. Ósk um kaup á lóð nr. 8 í landi Klúku

Leigutaki lóðar nr. 8 í landi Klúku óskar eftir að fá lóðina keypta með erindi sem barst 19.12.2018. í bréfinu er greint fyrir ástæðum óskarinar.

Sveitarstjórn ákveður að fresta ákvörðun og afla sér frekari gagna varðandi sumarhúsalóðir. Samþykkt samhljóða

 1. Umsókn um lóð nr. 7 í landi Klúku

Umsókn hefur borist frá Kristjáni Arnari Ingassyni Kennitala 260276-4419 að fá leigða lóð nr. 7 í Klúkulandi. Sveitastjórn samþykkir að leigja Kristjáni Arnari Ingasyni Lóð nr 7. Oddvita falið að ganga frá leigusamningi. Samþykkt samhljóða.

 1. Tillaga að sameiginlegri Húsnæðisáætlun með Strandabyggð

Sveitastjórn Kaldrananeshrepps barst tillaga frá sveitarstjóra Strandabyggðar um þáttöku í gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar. Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákveður að hafna boði Strandabyggðar um þátttöku í gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar. Samþykkt samhljóða.

 1. Viðhald á Drangsnesbryggju

Ástand á dekkjum utaná löndunarbryggjunni á Drangsnesi er orðið lélegt og ákveður sveitarstjórn að fela hafnarnefnd að fá aðila til að annast endurbætur á bryggjunni og leita nýrra lausna. Samþykkt samhljóða

 1. Umsögn vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði

Vegna umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna endurbyggingar brúar yfir Þverá í Bjarnarfirði, óskar umsækjandi eftir umsögn Kaldrananeshrepps vegna endurbyggingarinnar.

Finnur Ólafsson víkur af fundi

Sveitarstórn veitir jákvæða umsögn og felur varaoddvita að fylla út viðeigandi skjal og senda til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Samþykkt samhljóða

Finnur kemur aftur á fund

 1. Samningsdrög fyrir brúna yfir Bjarnarfjarðará

Borist hafa drög að samningi, þar sem Kaldrananeshreppur eignast eldri brúna yfir Bjarnarfjarðará. Sveitastjórn frestar ákvörðunartöku og afla sér frekari gagna. Samþykkt samhljóða

 1. Styrkur til Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi.

Ingólfur lýsir sig vanhæfan og víkur af fundi Arnlín tekur við að rita fundargerð

Björgunarsveitin hefur keypt kerru sem einnig getur nýst slökkviliðinu og einnig er mikil þörf á að endurnýja bát félagsins. Því óskar félagið eftir styrk frá sveitarfélaginu.

Björgunarsveitin er okkur nauðsynleg og sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um 350.000 að þessu sinni.

Ingólfur kemur aftur á fund og tekur aftur við fundargerð

 1. Heimasíða Kaldrananeshrepps, Drangsnes.is

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps telur það brýnt forgangsverkefni að uppfæra heimasíðuna og hefur ákveðið að hittast við tækifæri og vinna að uppfærslu heimasíðu sveitafélagsins. Samþykkt samhljóða

 1. Tillaga að íbúafundi

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps ákveður að boða til íbúafundar 10. febrúar kl 17:00 og kynna framtíðarstefnu sveitafélagsins og felur oddvita að auglýsa hann í samráði við sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða

 1. Erindi:Grænn og ætur bær

Sveitarstjórn tekur vel í erindi og mun kanna áhuga íbúa á að gera bæinn grænan og ætan.

 1. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Oddvita falið að athuga sameiginlega tilnefningu með sveitarfélögum í nágrenninu. Samþykkt samhljóða

 1. Bréf frá Veraldarvinum. Lagt fram til kynningar
 2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar
 3. Umsókn um lóð

Ingólfur lýsir yfir vanhæfi og víkur af fundi Finnur tekur við að rita fundargerð

Sveitarstjórn fagnar umsókn um lóð til byggingar og er einhuga í að úthluta umsækjendum lóð. Sveitarstjórn ákveður þó að kanna kostnað við gerð götunnar Tófuhjalla, áður en sveitarstjórn samþykkir úthlutunar á lóð í þeirri götu og fellur oddvita að ræða við umsækjendur hvort önnur lóð sem þegar er tilbúin komi til greina.

Samþykkt samhljóða

Ingólfur kemur aftur inn og tekur við að rita fundargerð

                                                          Fleira ekki fyrir tekið

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl.23:46

Spurningar og svör

straeto29.10.2013
Ágæta samstarfsfólk
Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum þann 26.október síðastliðinn að hækka gjaldskrá Strætó frá og með 1.desember næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 7% og nær til tímabilskorta, farmiða og staðgreiðslu. Mesti munurinn að þessu sinni er hækkun á staðgreiðslu ásamt því að farmiðaspjöld fyrir fullorðna innihalda aftur tíu miða í stað níu.

Nánar: Spurningar og svör

Menntastoðir - eitthvað fyrir þig?

Einstakt tækifæri er NÚNA til að hefja nám að nýju sem er undirbúningur fyrir frumgreinanám/háskólanám eða til að hefja framhaldsskólagöngu en skv. ákvörðun Menntamálaráðuneytis má meta námið til allt að 50 eininga á framhaldsskólastigi (sjá:http://frae.is/namsskrar/menntastodir/). Námið kostar aðeins kr. 25.000.- og er hægt að sækja um námsstyrk til Vinnumálastofnunar (atvinnuleitendur með bótarétt) og/eða stéttarfélags vegna þess kostnaðar.

Nánar: Menntastoðir - eitthvað fyrir þig?

Framundan

April 2020
M T W T F S S
1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30

Kort

Breyta